Félagsmálaráð (2002-2008)
663. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 16. mars 2004 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Tryggvi Bjarnason
Margrét Þóra Jónsdóttir
Sæmundur Víglundsson
Varamaður: Guðný Sigurðardóttir
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir yfirfélagsráðgjafi sem ritaði fundargerð.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
2. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
3. Viðbótarlán
Samþykkt voru fimm viðbótarlán samtals að upphæð kr. 9.893.000,-
4. Bréf allsherjarnefndar Alþingis þar sem meðfylgjandi er til umsagnar frumvarp til almennra hegningarlaga
Tryggva Bjarnasyni hdl. falið að vinna umsögnina
5. Bréf félagsmálaráðuneytisins varðandi ráðstefnu um málefni fatlaðra sem ber yfirskriftina Góðar fyrirmyndir.
Lagt fram.
6. Námskeið á vegum félagsmálaráðuneytisins og samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um félagsþjónustu sveitarfélaga sem haldið verður á Hótel Borgarnesi þann 24. mars næstkomandi
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að félagsmálaráð sæki þetta námskeið.
7. Boð FEBAN á aðalfund félagsins þann 20. mars næstkomandi
Lagt fram
8. Reglur um fjárhagsaðstoð
Málið rætt
Fundi slitið kl. 17:20