Félagsmálaráð (2002-2008)
689. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 5. apríl 2005 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Sigurður Arnar Sigurðsson
Margrét Þóra Jónsdóttir
Sæmundur Víglundsson
Varamaður: Sigurveig Stefánsdóttir
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir yfirfélagsráðgjafi sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
3. Landsfundur Jafnréttisnefnda sveitarfélaga haldinn á Akureyri 6.-7. maí 2005
Málið kynnt
4. Umsögn um frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar, 174. mál, desemberuppbót. Verði frumvarpið að lögum munu þeir sem eiga bótarétt og fá greiddar bætur í desembermánuði eiga rétt á greiðslu sem svarar til 30% af þeirri fjárhæð sem þeir eiga rétt á samkvæmt ákvæðum laganna.
Félagsmálaráð Akraness styður þá breytingu á lögum um atvinnuleysisbætur að bótaþegar eigi rétt á 30% desemberuppbót.
5. Fjölskyldustefna
Nefndarmenn komu með athugasemdir
Fundi slitið kl. 17:30