Félagsmálaráð (2002-2008)
710. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 18. apríl 2006 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Sigurður Arnar Sigurðsson
Sæmundur Víglundsson
Margrét Þóra Jónsdóttir
Auk þeirra
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Framfærsla.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
3. Ráðning félagsráðgjafa.
Fimm umsóknir bárust um afleysingastarf félagsráðgjafa til eins árs. Félagsmálaráð samþykkir tillögu yfirfélagsráðgjafa um ráðningu Ingibjargar Gunnarsdóttur í starfið. Ingibjörg mun hefja störf hjá Akraneskaupstað 17. maí næstkomandi.
4. Skýrsla um framtíðarskipulag öldrunarmála á Akranesi.
Félagsmálaráð tekur undir þau viðhorf sem fram koma í tillögum starfshóps um framtíðarskipulag öldrunarmála að þjónusta við aldraða verði sveigjanleg og geti mætt breytilegum þörfum, jafnt á sviði félagslegrar þjónustu, heilbrigðisþjónustu og búsetu.
Tillaga um samþættingu félagslegrar heimaþjónustu(heimilishjálp) og heimahjúkrunar er mikilvægt skref í þá átt að
Fundi slitið kl. 17:15