Félagsmálaráð (2002-2008)
731. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, miðvikud. 20. mars 2007 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Tryggvi Bjarnason
Margrét Þóra Jónsdóttir
Ágúst Friðriksdóttir, varamaður
Auk þeirra
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
3. Starfsmannahald á fjölskyldusviði
Félagsmálaráð bendir á greinargerð þar sem gerður er samanburður á íbúafjölda og fjölda starfsmanna í nokkrum sveitarfélögum. Hún sýnir að stöðugildi á fjölskyldusviði Akraneskaupstaðar er það sama eða minna en í sveitarfélögum með íbúafjölda í kringum 4000. Íbúafjöldi í Akraneskaupstað er nú kominn yfir 6000. Félagsmálaráð lýsir áhyggjum yfir því að álag á fjölskyldusviði er að aukast í ört vaxandi bæjarfélagi. Félagsmálaráð vísar greinargerð til bæjarráðs með ósk um að staða mála á fjölskyldusviði verði tekin til umfjöllunar og ákvarðanatöku, með það að leiðarljósi að fjölskyldusvið verði betur en nú í stakk búið til að takast á við aukin og krefjandi verkefni.
Fundi slitið kl. 17:00