Félagsmálaráð (2002-2008)
738. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, miðvikud. 15. ágúst 2007 og hófst hann kl. 15:00.
Mættir voru: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Margrét Þóra Jónsdóttir
Anna Lára Steindal
Tryggvi Bjarnason
Auk þeirra Ingibjörg Gunnarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi og Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
3. Samstarf við Hvalfjarðarsveit
Lagt fram bréf Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara dags. 9. ágúst 2007 varðandi endurskoðun á samningum Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Málinu frestað til næsta fundar.
4. Fjárhagsstaða fjölskyldusviðs
Sundurliðað rekstrar- og framkvæmdayfirlit fjölskyldusviðs kynnt.
Fundi slitið kl. 16:50