Félagsmálaráð (2002-2008)
Stillholti 16-18, mánud. 1. sept. 2008 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Tryggvi Bjarnason, formaður
Anna Lára Steindal
Hallveig Skúladóttir
Elín Sigurbjörnsdóttir
Guðný Rún Sigurðardóttir
Auk þeirra Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi, Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi og Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
3. Reglur um félagslegur leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur á Akranesi
Félagsmálaráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaði bæjarritara og svisstjóra fjölskyldusviðs um nauðsyn þess að settar verði reglur um leiguíbúðir á vegum bæjarins, um úthlutun þeirra og samskipti bæjarins við leigutaka, þ.á.m. varðandi innheimtu húsaleigu. Óhjákvæmilegt er þó að hafa í huga að um félagslegt úrræði er að ræða.
Í 18. gr. reglnanna er gert ráð fyrir því að leigutaki, án undantekninga, reiði fram tryggingafé sem svari 3ja mánaða leigu. Það er álit félagsmálaráðs að slík fortakslaus regla muni leiða til þess að fjölskyldur og einstaklingar, sem hafi brýna þörf fyrir húsnæði, geti ekki fengið leiguhúsnæði á vegum bæjarfélagsins, af þeirri einföldu ástæðu að þau hafi ekki fjárhagslega getu til þess, né heldur að aðrir aðilar séu reiðubúnir til að takast á hendur ábyrgð á greiðslu tryggingafjársins. Ráðið telur eðlilegt að leigutaki setji tryggingu, en leggur til að heimilt verði að veita undanþágu frá þeirri skyldu.
Þá beinir félagsmálaráðs því til bæjarráðs að gengið verði úr skugga um að reglurnar samrýmist fyrirmælum húsaleigulaga nr. 36/1994, m.a. varðandi vanefndarúrræði.
Með þessum athugasemdum leggur félagsmálaráð til að reglurnar verði samþykktar.
4. Beiðni dagforeldra um styrk
Lagt fram
Fundi slitið kl. 18:00