Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Starfshópur um félagsþjónustu
1108132
2.Styrkir 2011 - utan reglna.
1111140
Fjölskylduráð getur ekki orðið við erindinu.
3.Styrkir 2011- skv. reglum v/menningar, íþróttamála, atvinnumála o.fl.
1109173
Fjölskylduráð telur verkefnið Brjótum múra áhugavert og vísar umsókninni til umfjöllunar hjá framkvæmdarstjórum. Framkvæmdastjórar munu gera tillögu um úthlutun styrkja til bæjarráðs.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindi Hallberu Jóhannesdóttur og Bjarna Þórs Bjarnasonar varðandi útgáfu barnabókar þar sem sögusviðið tengist Akranesi. Bókin er ætluð yngri börnum og fellur vel að kennsluaðferðinni Byrjendalæsi. Einnig gæti útkoma bókarinnar verið ánægjuleg í ljósi 70 ára afmælis Akraneskaupstaðar.
4.Fjölskylduráð - hæfi fulltrúa kennara
1202031
Formaður fjölskylduráðs lagði fram tillögu að svarbréfi til bréfritara.
5.Grundaskóli - þemavika
1202032
Á fundinn mættu kl. 17:00 Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla, Elís Þór Sigurðsson og Sigrún Þorbergsdóttir áheyrnafulltrúar starfsmanna grunnskóla og Anna Guðrún Ahlbrecht áheyrnafulltrúi foreldra.
Bréfið lagt fram.
6.Vinnustaðagreining - starfsmenn Akraneskaupstaðar nóv - des 2011
1104089
Inga Ósk Jónsdóttir gæða- og starfsmannastjóri mætti á fundinn kl. 17:00.
Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri Fjölskyldustofu kynnti helstu niðurstöður. Frekari úrvinnsla er í gangi og verður kynnt stjórnanda hverrar stofnunar fyrir sig.
7.Viðhorfskönnun meðal foreldra grunnskólabarna haust 2011
1111013
Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri Fjölskyldustofu kynnti helstu niðurstöður sem verður hægt að nálgast á heimasíðu skólanna og Akraneskaupstaðar á næstu dögum.
Inga Ósk vek af fundi 18:15.
8.Mótun skólastefnu
1201103
Unnið er að mótun skólastefnu á Akranesi og er það liður í því starfi að rýna í gögn. Skipulagðir eru þrír opnir fundir þar sem farið verður yfir niðurstöður ýmissa kannanan og gagna er tengjast málefnum skóla. Fyrsti fundurinn verður 15. febrúar nk. þar sem farið verður yfir niðurstöður starfsmannakannana undanfarin ár og einnig viðhorf forreldra leik- og grunnskóla. Þann 29. febrúar verður kynning á gögnum um samræmdpróf og PISA. Þann 14. mars verður kynning á niðurstöðum líðankannana sem lagðar hafa verið fyrir nemendur grunnskóla Akraneskaupstaðar sl. ár, niðurstöður Rannsóknar og greiningar og niðurstöður HBSC (heilsa og lífskjör skólanema).
Fundi slitið.
Fjölskylduráð tilnefnir Dagnýju Jónsdóttur varabæjarfulltrúa í starfshóp um félagsþjónustu.