Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

148. fundur 04. nóvember 2014 kl. 14:30 - 15:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Starfsáætlun TOSKA 2014-2015

1410048

Lárus Sighvatsson skólastjóri mætti á fundinn kl. 14:30 ásamt Ólafi Jóhannesson áheyrnarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Áheyrnarfulltrúi kennara mætti ekki þar sem stór hluti kennara er í verkfalli. Lárus fór yfir starfsáætlun Tónlistarskólans á fyrir skólaárið 2014-2015.
Lárus vék af fundi kl. 15:18.

Fjölskylduráð lýsir yfir áhyggjum af verkfalli tónlistarskólakennara og áhrifum þess á skólasamfélagið. Fjölskylduráð hvetur samninganefndir til að leysa kjaradeilduna hið fyrsta.
Ólafur vék af fundi kl. 15:31.

2.Grunnskólar - opið samráðsferli v. breytinga á frístundaheimilum

1410128

Borist hafa tillögur starfshóps um málefni frístundaheimila í grunnskólum. Starfshópurinn leggur fram tillögu um breytingar á tveimur greinum laga 91/2008 um grunnskólann. Markmiðið er að gera skýrari lagaumgjörð um frístundastarf barna í grunnskólum.
Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum 7. október sl. að starfshópur um skóladagvistir taka til starfa og skili tillögum til skóla- og frístundaráðs á vorönn. Fjölskylduráð vísar tillögunum til umfjöllunar í starfshópnum og felur honum að koma á framfæri athugasemdum ef ástæða er til.

3.Heimsókn menntamálaráðherra 14.11.14

1410208

Menntamálaráðherra mun heimsækja skóla á Akranesi 14. nóvember í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Verið er að undirbúa dagskrá þar sem kynnt verðu skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með heimsókn ráðherra til Akraness.

4.Starfshópur um þróun fólksfjölda á Akranesi.

1410121

Á fundi bæjarstjórnar 14.október sl. kom fram tillaga um "að myndaður verði starfshópur sem hefði það verkefni að fara yfir mögulega þróun fólksfjölda á Akranesi í tengslum við fjölgun starfa á Grundartangasvæðinu. Verkefni starfshópsins þarf að vera m.a. að teikna upp nokkrar sviðsmyndir miðað við mismunandi fjölgun fólks í bænum. Skoða þarf í þessu tilliti hvar kaupstaðurinn þarf að bæta þjónustu sína til að geta tekið við ákveðnum fjölda fólks ásamt því að skoða hvort nægt húsnæði sé í boði."
Bæjarstjórn vísaði tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði. Bæjarráð fjallaði um tillöguna á fundi 30.október og bókaði eftirfarandi: Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að lagt verði mat á mögulega þróun í skóla- og búsetumálum á Akranesi og vísar tillögunni til fjölskylduráðs og framkvæmdaráðs. Minnisblað um skólamál liggi fyrir eigi síðar en 1. mars 2015.
Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að leita eftir samvinnu við framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs um að leggja mat á mögulega þróun í skóla- og búsetamálum á Akranesi í samræmi við tillögu bæjarráðs.

5.Mannréttindastefna - samráðshópar

1410137

Í mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar er gert ráð fyrir að komið verði á fót skipulegu samráði við skilgreinda hópa sem leitað var til við gerð stefnunnar.
Fjölskylduráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í nýju velferðar- og mannréttindaráði.

6.Fjölskylduráð 2014-2018 starfshættir

1406140

Á bæjarstjórnarfundi síðar í dag verður samþykkt skipulagsbreyting á ráðum og nefndum bæjarins. Fjölskylduráð verður lagt niður og tvö ný ráð skipuð. Skóla- og frístundaráð mun fara með málefni leik-, grunn- og tónlistarskóla auk frístundaþjónustu og starsemi íþróttamannvirkja. Einnig mun ráðið hafa samstarf og samráð við íþrótta- og tómstundafélög. Einnig munu málefni dagforeldra heyra undir ráðið.
Velferðar- og mannréttindaráð mun fara með málefni félagsþjónustunnar, barnavernd, málefni fatlaðra og aldraðra og mannréttindamál.

Fundi slitið - kl. 15:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00