Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

79. fundur 06. desember 2011 kl. 16:30 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Elsa Lára Arnardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Akrasel-ósk um breytingu á skipulags- og námskeiðsdögum 2011-2012

1109040

Á fundinn mættu Brynhildur Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Rósa Kristín Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi foreldra. Bréf frá Anneyju Ágústsdóttur leikskólastjóra Akrasels lagt fram. Á fundi fjölskylduráðs þann 6. september sl, var m.a. fjallað um að færa starfsdaga vegna fyrirhugaðrar námsferðar dagana 2. janúar og 10. apríl til 18. og 20. apríl eða 30. apríl og 2. maí. Fjölskyduráð samþykkir þá þessa beiðni, þar sem foreldráð og foreldrafélag leikskólans sáu því ekkert til fyrirstöðu. Anney óskar nú eftir að tilfærslu á þessum dögum. En vegna sameiginlegrar vinnu leikskólanna á skólanámskrá óskar Anney eftir því að færa skipulagsdaginn 10. apríl til 27. apríl 2012 og skipulagsdaginn sem halda skal í ágúst 2012 til 30. apríl 2012. Þessi beiðni hefur verið borin upp við foreldraráð leikskólans sem gerir ekki athugasemd við þessa beiðni enda ekki um fjölgun skipulagsdaga að ræða. Fjölskylduráð samþykkir erindið.

Brynhildur Björg og Rósa viku af fundi 16:40.

2.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun 2011

1112019

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mætti á fundinn. Sveinborg lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál. Sveinborg vék af fundi 16:45.

3.Úttektir á leik- og grunnskólum

1111157

Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu lagt fram. En ráðuneytið hyggst láta gera stofnanaúttektir á þremur leikskólum og þremur grunnskólum á vormisseri 2012, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og lög nr. 91/2008 um grunnskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir ráðuneytisins um úttektir á þessum skólastigum. Ráðneytið auglýsir eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því. Fjölskylduráð hvetur leik- og grunnskólana á Akranesi til að sækja um stofnanaúttekt Mennta- og menningarmálaráuneytisins.

4.Velferðarvaktin - aðgæsla við hagræðingar

1111085

Bréf lagt fram frá Velferðarvaktinni um áskorun velferðarvaktarinnar um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni þannig að staðið verði vörð um grunnþjónustu og viðkvæmustu hópa samfélagsins. Fjölskylduráð tekur undir tilmælin og mun hafa þau til hliðsjónar við gerð fjárhalgsáætlunar 2012.

5.Skólavogin - ákvörðun fjölskylduráðs

1111007

Gjaldskrá vegna Skólavogar og Skólapúlsins var lögð fram. Skólapúlsinn er vefkerfi sem veitir skólastjónendum grunnskóla og fræðsluskrifstofum stöðugan aðgang að nýjum upplýsingum sem aflað er mánaðarlega um þætti sem tengjast virkni nemenda og líðan þeirra í skólanum og um skóla- og bekkjaranda. Skólavogin er fyrir ytra mat á skólastarfinu og þar er hægt að fá samanburð á rekstrarupplýsingum milli þáttökuskóla. Fjölskylduráð ákveður að svo stöddu að taka ekki þátt en mun skoða aftur við gerð fjárhagsáætlunar 2013 þar sem verkefnið er spennandi.

6.UMFÍ - tillögur

1112007

Á 47. fundi sambandsþings Ungmennafélags Íslands skorar félagið á sveitarfélög að styðja dyggilega við íþrótta- og æskulýðsstarf hvort sem lítur að uppbyggingu íþróttamannvirkja eða aðgengi almennings að aðstöðu til íþróttaiðkunar. Einnig hvetur félagið sveitarfélög til að taka virkan þátt í herferð félgasins gegn notkun munntóbaks í og við íþróttamannvirki, ásamt fleiri atriðum. Bréfið lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00