Fjölskylduráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Fyrirspurnir foreldra vegna æfinga hjá FIMA, vor 2013.
1301200
2.Húsnæðismál 2013
1305021
Ákveðið hefur verið að fjölskylduráð taki til umræðu þörf fyrir íbúðarhúsnæði.
Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mætti á fundinn kl. 17:08.
Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins og kanna lausnir á leigumarkaði.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Hörður Jóhannesson forstöðumaður íþróttamannvirkja mætti á fundinn kl. 16:30.
Farið var yfir fyrirspurnir foreldra vegna æfinga hjá FIMA, æfingar hafa fallið niður vegna annarra viðburða í íþróttahúsinu að Vesturgötu. Hörður fór yfir ástæður þess að æfingar hafa fallið niður frá september 2012 til maí 2013.
Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra að boða formann FIMA til fundar.
Hörður vék af fundi kl. 17:08.