Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

138. fundur 15. apríl 2014 kl. 16:30 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Dagný Jónsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
  • Sigrún Ríkharðsdóttir varamaður
  • Anna María Þórðardóttir Varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Námsleyfi kennara og stjórnenda í grunnskólum 2014-2015

1404030

Í bréfi frá Námsleyfissjóði dagsett 3. apríl 2014 kemur fram að Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri hefur fengið námsleyfi frá 1. ágúst 2014 til 31. júlí 2015.

Á fundinn mættu kl. 16:30 áheyranfulltrúar skólastjórnenda Magnús Vagn Benediktsson deildarstjóri og staðgengill skólastjóra Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson aðstoðarskólastjóri Grundaskóla, áheyrnarfulltrúi starfsfólks grunnskóla Elís Þór Sigurðsson og Borghildur Birgisdóttir.

Magnús Vagn Benediktsson staðgengill skólastjóra mun leysa Arnbjörgu af meðan hún er í námsleyfi. Verið er að skipuleggja stjórn skólans að öðru leyti vegna næsta skólaárs.

2.Skóladagatal 2013-2014

1303204

Í ljós hefur komið að skóladagatal yfirstandandi skólaárs er lengra en kjarasamningar og lög gera ráð fyrir. Munar þar tveimur dögum. Gerð er tillaga um að skólaslit færist fram um tvo daga og skólaslit verði 4. júní.

Fjölskylduráð samþykkir þessa breytingu og hvetur skólana til að kynna hana fyrir skólasamfélaginu hið allra fyrsta.

3.Grundaskóli - eldhús og matsalur

1401181

Starfshópur sem bæjarráð skipaði hefur skilað tillögum til úrbóta í mötuneyti Grundaskóla. Gert er ráð fyrir stækkun mötuneytisins og endurnýjun tækja. Einnig er gert ráð fyrir að matsalur verði stækkaður um 40 fermetra. Kostnaður er áætlaður um 35.000.000. Gert er ráð fyrir að endurbætur og stækkun fari fram í sumar.

Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni að komin sé niðurstaða í málið.

4.Viðhorfskönnun meðal foreldra grunnskólanemenda haust 2013

1309055

Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar meðal foreldra grunnskólanemenda lagðar fram. Hægt er að nálgast niðurstöðurnar í heild sinni á heimasíðum grunnskólanna og á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Magnús, Sigurður Arnar, Elís Þór og Borghildur viku af fundi kl. 17:30.

5.Sjálfseignarstofnun - Hver

1402250

Framkvæmdastjóri upplýsti að unnið er að stofnun Starfsendurhæfingar Vesturlands og verður undirbúningsfundur boðaður í byrjun maí. Gert er ráð fyrir að hluti af starfsemi Endurhæfingarhússins Hvers verði hluti af Starfsendurhæfingu Vesturlands. Einnig er gert er ráð fyrir að fjármagn til Starfsendurhæfingar Vesturlands fáist með samningi við Virk. Sá hluti Endurhæfingarhússins Hvers sem snýr að athvarfsiðju verður ekki verkefni nýrrar stofnunar en framkvæmdastjóri leggur til að leitað verði til Starfsendurhæfingu Vesturlands um þá þjónustu og gerður þjónustusamningur því samlegðaráhrif eru af því fyrir báða aðila.

Fjölskylduráð styður framkomna hugmynd og óskar eftir að drög að þjónustusamningi verði lögð fyrir fjölskylduráð þegar það er tímabært.

6.Skagastaðir

1404075

Framkvæmdastjóri kynnti nýtt skipulag Skagastaða en þar kemur fram að Skagastaðir munu heyra beint undir félagsmálastjóra frá og með 1. maí. Einnig var lögð fram starfslýsing að starfi verkefnissjóra. Gert er ráð fyrir að atvinnuátaksverkefni sem ráðist verði í muni heyra undir verkefnisstjóra. Ráðning núverandi verkefnisstjóra rennur út nú um mánaðarmótin. Tillaga framkvæmdastjóra er að ráðinn verði nýr verkefnisstjóri til 12 mánaða frá 1. maí 2014. Einnig var lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra þar sem óskað er eftir fjárframlagi að upphæð kr. 6.000.000 til að standa straum af atvinnuátaki vegna fólks sem hefur verið lengi á fjárhagsaðstoð.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að ráðinn verði verkefnisstjóri til Skagastaða til 12 mánaða sbr. fyrirliggjandi starfslýsingu. Fjölskylduráð mælir með við bæjarráð að veitt verði sérstökum fjármunum til atvinnuátaks í samræmi við minnisblað félagsmálastjóra.

7.UMFÍ - ungt fólk og lýðræði 2014

1403006

Borist hefur bréf frá Ungmennaráði Ungmennafélagi Íslands. Ungmennaráðið hélt ráðstefnuna "Ungt fólk og lýðræði" dagana 9.-11. apríl sl. en þema ráðstefnunnar var að þessu sinni "stjórnsýslan og við - áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna". Meðfylgjandi bréfinu er ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Fjölskylduráð vísar ályktunum ungmennaráðsins til frekari umfjöllunar hjá Ungmennaráði Akraness og stjórnenda grunnskóla. Hægt er að nálgast ályktun ungmennanna á heimasíðu Ungmennafélags Íslands www.umfi.is

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00