Fjölskylduráð (2009-2014)
Dagskrá
1.húsnæðismál - áfrýjun 2011
1110142
2.Samráðsfundur ÍA og Akraneskaupstaðar
1105063
Jón Þór Þórðarson og Sturlaugur Sturlaugsson mættu á fundinn kl. 17:00. Rætt um samstarfsverkefni íþróttabandalagsins og Akraneskaupstaðar. Jón Þór og Sturlaugur viku af fundi 18:25.
3.Liðveisla-endurskoðun á reglum
1110203
Á síðasta fundi fjölskylduráðs var lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum um liðveislu. Afgreiðslu var frestað til næsta fundar.
Fjölskylduráð samþykkir breytingar á reglunum. Gildandi samningum verði sagt upp og nýjir samningar frá 1. janúar taki mið af breyttum reglum um liðveislu.
4.Fjárhagsáætlun 2012
1110153
Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að kanna breytt afsláttafyrirkomulag leikskólagjalda.
5.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2012
1110202
Verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála hefur sent fyrirspurn um tímasetningu Bæjarstjórnarfund unga fólksins.
Fjölskylduráð leggur til að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði 29. nóvember nk.
6.Viðmiðunarreglur vegna unninna afreka í íþróttum - endurskoðun reglna
1110224
Fjölskylduráð vísar viðmiðunarreglum vegna afreka í íþróttum til umfjöllunar í starfshópi um æskulýðs- og forvarnarmál.
Fundi slitið - kl. 18:55.
Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mætti á fundinn kl. 16:30 og lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál. Hrefna vek af fundi 16:40.