Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

109. fundur 28. febrúar 2013 kl. 16:30 - 19:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Sérstakar húsaleigubætur - áfrýjun

1302111

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mættu á fundinn. Sveinborg lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Sérstakar húsaleigubætur-áfrýjun

1302066

Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1302074

Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Húsnæðismál - áfrýjun 2013

1302115

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Sérstakar húsaleigubætur - áfrýjun 2013

1302145

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.umsókn um lán - áfrýjun

1302193

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

7.Sérstakar húsaleigubætur

1301561

Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

8.Félagsleg heimaþjónusta - áfrýjun 2013

1302128

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

9.Sérstakar húsaleigubætur - áfrýjun

1302221

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

10.Notendastýrð persónuleg aðstoð o.fl.

1208132

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál. Sveinborg og Hrefna viku af fundi kl. 18:30.

11.UMFÍ - Landsmót UMFÍ 2017 og 2021

1302077

Akraneskaupstað hefur borist bréf frá UMFÍ þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmót UMFÍ 2017 og 29. Landsmót UMFÍ 2021.

Málið lagt fram.

12.UMFÍ - Unglingalandsmót UMFÍ 2016

1302078

Akraneskaupstað hefur borist bréf frá UMFÍ þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 19. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2016

Málið lagt fram.

13.UMFÍ - Landsmót UMFÍ 50 árið 2015

1302079

Akraneskaupstað hefur borist bréf frá UMFÍ þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 5. Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2015.

Málið lagt fram.

14.Launakostnaður vegna tilsjónar 2013

1211102

,, Bæjarstjórn samþykkir að fela fjölskylduráði að leggja tillögu fyrir bæjarráð, að samræmingu launakjara til starfsmanna kaupstaðarins sem starfa við tilsjón, heimaþjónustu fatlaðra, heimilisþjónustu og annarra sambærilegra starfa. Tillagan verði lögð fyrir bæjarráð eigi síðar en 26. febrúar 2013.

Fjölskylduráð hefur farið yfir minnisblað Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra. Þar kemur fram að launakjör eru samræmd fyrir tilsjón, liðveislu, heimaþjónustu fatlaðra og félagslega heimaþjónustu. Í málum sem krefjast sérstakrar aðkomu fagaðila er greitt samkvæmt kjarasamningum viðkomandi aðila. Framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu er falið að svara erindi bæjarráðs.

15.Þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara

1302181

Starfsemi FEBAN og félagsstarf eldri borgara hefur haft aðstöðu að Kirkjubraut 40 frá árinu 2002. Húsleigusamningur vegna þess húsnæðis rennur út í árslok 2016 Um nokkurt skeið hefur FEBAN óskað eftir nýrri aðstöðu fyrir starfsemi sína og einnig liggur fyrir að félagsstarf á vegum Akraneskaupstaðar rúmast illa við núverandi aðstæður. Það er því tímabært að huga að nýrri aðstöðu sem leysir núverandi aðstöðu af hólmi þegar leigusamningurinn rennur út.

Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði fimm manna starfshópur sem vinnur að undirbúningi þjónustumiðstöðvar eldri borgara. Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að erindisbréfi.

16.Systkinaafsláttur hjá dagforeldrum

1302119

Í reglum Akraneskaupstaðar um niðurgreiðslu til foreldra sem nota þjónustu dagforeldra er ekki gert ráð fyrir hærri greiðslum ef foreldrar eru með tvö börn hjá dagforeldrum Borist hefur ósk um að fjölskylduráð fjalli um hvort ekki sé eðlilegt að tekið sé tillit til þess ef fleiri börn í sömu fjölskyldu nota þessa þjónustu og er þá litið til reglna um systkinaafslátt sem gildir milli milli skólastiga og dagforeldra.

Fjölskylduráð leggur til að gerð verði breyting á reglum um niðurgreiðslu þannig að þegar tvö systkini eru hjá dagforeldrum þá verði greiðsla hærri eins og gerð er tillaga um frá framkvæmdastjóra.

Fundi slitið - kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00