Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

124. fundur 17. september 2013 kl. 16:30 - 18:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Dagný Jónsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Ríkharðsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Mótun skólastefnu

1201103

Á fundinn mættu Arnbjörg Stefánsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir áheyrnafulltrúar skólastjórnenda, Elís Þór Sigurðsson og Borghildur Birgisdóttir áheyrnafulltrúar starfsmanna grunnskóla, Jónína Margrét Sigmundsdóttir vara áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólanemenda, Margrét Þóra Jónsdóttir vara áheyrnafulltrúi skólastjórnenda leikskóla, Guðlaug Sverrisdóttir vara áheyrnafulltrúi starfsmanna leikskóla, Rósa Kristín Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólanemenda, Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála og Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður stýrihóps um mótun skólastefnu.

Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður stýrihóps um mótun skólastefnu lagði fram drög að Skólastefnu Akraneskaupstaðar fyrir leikskóla, grunnskóla og Tónlistarskólann á Akranesi. Stýrihópurinn hefur unnið að mótun skólastefnu sl. ár. Hópurinn var skipaður fulltrúum skólastjórnenda og starfsmanna leik-, grunn- og Tónlistarskólans á Akranesi auk fulltrúa úr fjölskylduráði. Stýrihópurinn vann úr upplýsingum sem aflað var frá hagsmunaaðilum skólasamfélagsins en þeir eru m.a. nemendur í leik- og grunnskólum, foreldrar, foreldraráð í leikskólum og skólaráð í grunnskólunum, Skagaforeldrar, starfsmenn leik- og grunnskóla og Tónlistarskólans á Akranesi. Drög að skólastefnu hafa farið í umsagnarferli hjá hagsmunaðilum skólasamfélagsins. Fyrstu drög voru kynnt fyrir fjölskylduráði á 119 fundi ráðsins í júní sl. og í kjölfarið voru drögin sett í umsagnarferli á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Fullmótuð drög að Skólastefnu Akraneskaupstaðar eru nú lög fyrir fjölskylduráð. Skólastefnan tekur mið að lögum og reglugerðum um skólahald og nýjum áherslum í menntastefnu stjórnvalda.
Með skólastefnunni fylgir verkefnaáætlun sem verður endurskoðuð árlega.

Fjölskylduráð þakkar starfshópnum og öllum þeim aðilum úr skólasamfélaginu sem komu að mótun skólastefnu Akraneskaupstaðar fyrir vel unnið starf. Fjölskylduráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leiti og vísar henni til bæjarstjórnar til umfjöllunar og staðfestingar.

2.Mótun velferðarstefnu

1209111

Þröstur Þór formaður starfshóps um íþrótta-og æskulýðsmál lagði fram drög að Velferðarstefnu Akraneskaupstaðar fyrir 2ja til 18 ára börn og ungmenni.

Starfshópurinn hefur unnið að mótun Velferðarstefnu sl. ár. Hópurinn var skipaður Þresti Þór Ólafssyni fulltrúa úr fjölskylduráði, Hildi Karen Aðalsteinsdóttur, Jónínu Höllu Víglundsdóttur auk þess störfuðu með hópnum Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála og Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi ÍA.

Starfshópurinn vann úr upplýsingum sem aflað var frá hagsmunaaðilum en þeir eru m.a. fulltrúar frá leikskólunum, grunnskólunum, Fjölbrautaskóla Vesturlands, lögreglunni á Akranesi, Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), ÍA, Skagaforeldrum og fulltrúar ungmennastarfs Akraneskaupstaðar.

Fyrstu drög voru kynnt fyrir fjölskylduráði á 119 fundi ráðsins í júní sl. og í kjölfarið voru drögin sett í umsagnarferli til hagsmunaaðila og á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Fullmótuð drög að Velferðarstefnu Akraneskaupstaðar fyrir börn og ungmenni 2ja til 18 ára eru nú lög fyrir fjölskylduráð. Með Velferðarstefnunni fylgir verkefnaáætlun sem endurskoðuð verður árlega.




Fjölskylduráð þakkar starfshópnum og öllum þeim aðilum sem komu að mótun Velferðarstefnu Akraneskaupstaðar 0-18 ára fyrir vel unnið starf. Fjölskylduráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leiti og vísar henni til bæjarstjórnar til umfjöllunar og staðfestingar.

Arnbjörg, Hrönn, Elís Þór, Borghildur, Jónína Margrét, Margrét Þóra, Rósa Kristín og Ingibjörg viku af fundi kl. 17:17.

3.Starfsáætlun Þorpið 2013-2014

1308184

Fjölskylduráð hefur verið kynnt starfsáætlun Þorpsins fyrir skólaárið 2013-2014.

Fjölskylduráð felur starfshópi um íþrótta-og æskulýðsmál að gera tillögur um sumarstarf Þorpsins.

4.Rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi

1309117

Fjölskylduráð samþykkti á 86. fundi sínum tillögu starfshópur um íþrótta- og æskulýsmál að auglýsa eftir aðilum til að sjá um rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn. Ekki voru tök á að auglýsa fyrir sumarið 2013 og gerður var samningur við Skátafélag Akraness um að annast sumar- og leikjanámskeið fyrir 6-10 ára börn á Akranesi.

Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra að leggja tillögu að auglýsingu fyrir fjölskylduráð í janúar 2014.

Heiðrún vék af fundi kl. 17:33.

5.NPA á Íslandi - væntingar og veruleiki

1309113

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök félagsmálastjóra boða til ráðstefnu um innleiðingu NPA á Íslandi. Ráðstefnan verður 2. október í Salnum í Kópavogi.

Lagt fram til kynningar. Fulltrúar Akraneskaupstaðar munu sækja ráðstefnuna.

6.Búsetuúrræði f. fatlaða

1306157

Á undanförnum vikum hefur verið unnið að breytingum í búsetuþjónustu fatlaðra á Akranesi. Búsetuþjónustan hefur að mestu leyti verið sameinuð að Holtsflöt 8. Einnig er stefnt að því að sambýlið að Vesturgötu verði lagt niður í áföngum. Ekki er hægt að tímasetja hvenær það verður. Allir íbúar þar munu fá viðeigandi búsetu úrræði við hæfi.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00