Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum
1112048
2.Félag leikskólakennara - spurningar
1112051
Bréf frá svæðadeild Félags leikskólakennara á Vesturlandi. Þar kemur fram að svæðadeildir og stjórn FL óski eftir upplýsingum um málefni leikskóla í hverjum landshluta/byggðarfélagi. Markmiðið er að fá sem skýrasta mynd af þeirri stöðu og aðbúnaði sem leikskólakennarar starfa við. Fjölskylduráð felur Svölu Hreinsdóttur að svara bréfinu.
3.Fjöliðjan - Ósk um kaup á pökkunarbúnaði
1109135
Á fundi fjölskylduráðs þann 29. nóvember sl. kynnti Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar möguleika á kaupum á pökkunarvél fyrir Fjöliðjunar sem fjölskylduráð hafi falið honum að kanna. Fjölskylduráð óskaði eftir að bæjarriari kannaði möguleika á kaupum á vélinni. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa samþykkt kaup á pökkunarvélinni.
4.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 13. desember sl. var m.a. fjallað um tillögur bæjarráðs þann 8. desember sl. að leggja til við bæjarstjórn að ráðum, stjórnum og stofnunum Akraneskaupstaðar verði falið að yfirfara fyrirliggjandi tillögur að fjárhagsáætlun 2012. Við þá vinnu verði gengið út frá hagræðingarkröfum m.v. núverandi rekstur sem nemur allt að 3% en lágmarki 1% af útgjöldum viðkomandi málaflokka. Tillögur verði lagðar fyrir bæjarráð eigi síðar en 24. febrúar 2012. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu í samráði við starfsmenn og starfshópa í skóla, félags- og æskulýðs- og íþróttamálum að leggja fram tillögur um hagræðingu í samræmi við óskir bæjarstjórnar.
5.Húsnæðismál - áfrýjun
1112045
Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mætti á fundinn kl. 17:00 og lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.
6.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun 2011
1111096
Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.
7.Húsnæðismál - áfrýjun
1112105
Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.
8.Húsnæðismál-áfrýjun
1112087
Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.
9.Bakvaktir
1006157
Afgreiðslu frestað þar til frekari gögn liggja fyrir í málinu. Fjölskylduráð óskar eftir því við starfsmenn félagsþjónustunnar að starfa eftir núgildandi samning út janúarmánuð 2012. Sveinborg vek af fundi 17:40.
Fundi slitið - kl. 17:40.
Bréf félags tónlistarskólakennara dags. 6. desember 2011 þar sem gerð er grein fyrir, ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum. Bréfið lagt fram.