Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Áfrýjunarnefnd
1303154
2.Húsnæðismál - áfrýjun 2013
1302115
Sveinborg lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.
3.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun
1211030
Hrefna lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.
4.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun
1303130
Á fundinn mættu Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi.
Hrefna lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.
5.Félagsleg heimaþjónusta, beiðni um niðurfellingu á gjaldi
1303086
Hrefna lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.
6.Þorpið - starfsemi 2012-2013
1303126
Sveinborg og Hrefna viku af fundi kl. 17:40. Heiðrún fór yfir helstu þætti í starfsemi Þorpsins á yfirstandandi skólaári.
7.Leikjanámskeið 2013
1302118
Samningur lagður fram.
8.Sumar á Akranesi 2013
1303127
Fjölskylduráð óskar eftir að komið verði upp upplýsingaveitu um frístundastarf sumarið 2013 fyrir börn og unglinga á heimasíðu Akraneskaupstaðar fyrir 15. maí nk.
9.Mótun lýðheilsustefnu
1209111
Þröstur og Heiðrún fulltrúar í mótun velferðarstefnu sögðu frá vinnu stýrihópsins. Vinna stýrihópsins miðar vel áfram og verða drög að stefnunni lögð til umsagnar hjá hagsmunaaðilum á næstu vikum.
10.Tómstundaframlag 2013
1301524
Heiðrún vék af fundi kl. 18:50. Fjölskylduráð samþykkir að erlendir skiptinemar sem falla undir aldursviðmið tómstundaframlags eiga rétt á slíku framlagi.
11.Fjölskylduráð - 110
1303001
Fjölskylduráð lét gera úttekt á úrvinnslu eineltismála í grunnskólunum á Akranesi á vorönn 2012. Í kjölfar þeirrar vinnu var skipaður starfshópur sem skilaði Aðgerðaráætlun gegn einelti í lok október en m.a. horft var til reglugerðar 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Aðgerðaráætlun gegn einelti var samþykkt í Fjölskylduráði 30. október og var síðan kynnt á almennum fundi sem auglýstur var meðal allra foreldra og var fundurinn haldinn í samvinnu við Skagaforeldra. Gert er ráð fyrir að það verklag sem mælt er fyrir um í Aðgerðaráætluninni verði endurskoðað á komandi hausti og gerðar breytingar ef endurskoðunin leiðir það í ljós. Fjölskylduráð treystir því að fyrir hendi sé reynsla og þekking í grunnskólunum til að takast á við þessi erfiðu mál. Einnig bendir fjölskylduráð á að bæjarstjórn hafi samþykkt breytingu á starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar og með því hafi verið fundinn farvegur fyrir meðferð eineltismála í stofnunum bæjarins.
Fundi slitið - kl. 19:20.
Helga Gunnarsdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir kynntu hugmyndir um stofnun áfrýjunarnefndar sem væri þá undirnefnd fjölskylduráðs. Þessi áfrýjunarnefnd tæki til afgreiðslu einstaklingsmál sem ekki falla undir reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð. Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdarstjóra að útfæra málið nánar í erindisbréfi.