Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

111. fundur 19. mars 2013 kl. 16:30 - 19:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir varaformaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varamaður
  • Anna María Þórðardóttir Varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Áfrýjunarnefnd

1303154

Helga Gunnarsdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir kynntu hugmyndir um stofnun áfrýjunarnefndar sem væri þá undirnefnd fjölskylduráðs. Þessi áfrýjunarnefnd tæki til afgreiðslu einstaklingsmál sem ekki falla undir reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð. Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdarstjóra að útfæra málið nánar í erindisbréfi.

2.Húsnæðismál - áfrýjun 2013

1302115

Sveinborg lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1211030

Hrefna lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1303130

Á fundinn mættu Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi.

Hrefna lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Félagsleg heimaþjónusta, beiðni um niðurfellingu á gjaldi

1303086

Hrefna lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Þorpið - starfsemi 2012-2013

1303126

Heiðrún Janusdóttir verkefnisstjóri mætti á fundinn kl. 17:40.

Sveinborg og Hrefna viku af fundi kl. 17:40. Heiðrún fór yfir helstu þætti í starfsemi Þorpsins á yfirstandandi skólaári.

7.Leikjanámskeið 2013

1302118

Akraneskaupstaður hefur undanfarin mörg ár gert samning við Skátafélag Akraness um að félagið annist námskeiðahald yfir sumarið sem henti börnum á aldrinum 6 til 10 ára. Gerður hefur verið samningur við félagið vegna sumarsins 2013.

Samningur lagður fram.

8.Sumar á Akranesi 2013

1303127

Sumarið 2012 var hætt við útgáfu sumarbæklings en áhersla lögð á að upplýsingar sem varða ýmislegt tómstundastarf og viðburði væri gerð góð skil á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Taka þarf ákvörðun um fyrirkomulag sumarið 2013.

Fjölskylduráð óskar eftir að komið verði upp upplýsingaveitu um frístundastarf sumarið 2013 fyrir börn og unglinga á heimasíðu Akraneskaupstaðar fyrir 15. maí nk.

9.Mótun lýðheilsustefnu

1209111

Þröstur og Heiðrún fulltrúar í mótun velferðarstefnu sögðu frá vinnu stýrihópsins. Vinna stýrihópsins miðar vel áfram og verða drög að stefnunni lögð til umsagnar hjá hagsmunaaðilum á næstu vikum.

10.Tómstundaframlag 2013

1301524

Heiðrún vék af fundi kl. 18:50. Fjölskylduráð samþykkir að erlendir skiptinemar sem falla undir aldursviðmið tómstundaframlags eiga rétt á slíku framlagi.

11.Fjölskylduráð - 110

1303001

Fundargerð 110. fundar fjölskylduráðs var lögð fram á bæjarstjórnarfundi 12. mars 2013. Umræður urðu á fundinum um eineltismál og úrvinnslu þeirra. Af þessu tilefni vill formaður fjölskylduráðs leggja fram bókun.

Fjölskylduráð lét gera úttekt á úrvinnslu eineltismála í grunnskólunum á Akranesi á vorönn 2012. Í kjölfar þeirrar vinnu var skipaður starfshópur sem skilaði Aðgerðaráætlun gegn einelti í lok október en m.a. horft var til reglugerðar 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Aðgerðaráætlun gegn einelti var samþykkt í Fjölskylduráði 30. október og var síðan kynnt á almennum fundi sem auglýstur var meðal allra foreldra og var fundurinn haldinn í samvinnu við Skagaforeldra. Gert er ráð fyrir að það verklag sem mælt er fyrir um í Aðgerðaráætluninni verði endurskoðað á komandi hausti og gerðar breytingar ef endurskoðunin leiðir það í ljós. Fjölskylduráð treystir því að fyrir hendi sé reynsla og þekking í grunnskólunum til að takast á við þessi erfiðu mál. Einnig bendir fjölskylduráð á að bæjarstjórn hafi samþykkt breytingu á starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar og með því hafi verið fundinn farvegur fyrir meðferð eineltismála í stofnunum bæjarins.

Fundi slitið - kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00