Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011
1106063
2.Samningur um heimakstur máltíða fyrir elli- og örorkuþega jan. 2010
1001075
Afla þarf frekari upplýsinga í málinu. Fjölskylduráð frestar afgreiðslu til næsta fundar 6. september. Ingibjörg og Hrefna viku af fundi 18:15.
3.Starfshópur um félagsþjónustu
1108132
Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf um starfshóp um félagsþjónustu. Fjölskylduráð mun skipa á næsta fundi 6. september í starfshóp um félagsþjónustu samkvæmt erindisbréfi starfshópsins. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fjárveitingu til þessa verkefnis.
4.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál
1108134
Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf um starfshóp um íþrótta- og æskulýðsmál. Fjölskylduráð mun skipa á næsta fundi 6. september í starfshóp um íþrótta- og æskulýðsmál samkvæmt erindisbréfi starfshópsins. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fjárveitingu til þessa verkefnis.
5.Starfshópur um skólamál
1108133
Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf um starfshóp um skólamál. Fjölskylduráð mun skipa á næsta fundi 6. september í starfshóp um skólamál samkvæmt erindisbréfi starfshópsins. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fjárveitingu til þessa verkefnis.
6.Forvarnarmál - notkun munntóbaks
1108091
Fjölskylduráð styður þetta forvarnarframtak Ungmennafélags Íslands gegn munntóbaksnotkun og vonast til þess að veggspjöld þeirra í þessu átaki skili jákvæðum árangri.
Fundi slitið - kl. 18:55.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Jón Pálmi Pálsson bæjarritari mættu á fundinn kl. 16:30. Farið var yfir fjárhagsstöðu í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Félagsþjónusta og fræðslumál eru umfram fjárhagsáætlun. Bæjarráð hefur óskað eftir að stofnanir og ráð taki til endurskoðunar fjárhagsáætln stofnana og ráða fyrir árið 2011 og leggja fyrir bæjarráð stöðu og útlit fyrir reksturinn vegna ársins. Óskað er eftir þessum upplýsingum eigi síðar en 6. september nk. Fjölskylduráð óskar eftir að fá að skila þessum upplýsingum til bæjarráðs 29. september. Upplýsingar um stöðu stofnana liggja ekki fyrir fyrr en þá. Andrés og Jón Pálmi viku af fundi 17:50.