Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

26. fundur 16. desember 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

911055



Í bréfi bæjarráðs frá 30. nóvember sl. er óskað eftir að fjölskylduráð fari yfir hvernig kostnaður sem Hvalfjarðarsveit greiðir vegna skólagöngu nemenda í Hvalfjarðarsveit í Tónlistarskólanum á Akranesi. Framkvæmdastjóra farið að skoða samninginn og greiðslur Hvalfjarðarsveitar og ganga úr skugga um að samræmi sé þar á milli.

2.Skólahald sveitarfélaga.

911093



Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 24. nóvember sl. þar óskað er eftir svari við tveimur spurningingum. Í fyrsta lagi hvenær sveitarfélagið áætlar að hefja vinnu við almenna stefnu um leik- og grunnskólahald. Fjölskylduráð svarar því til að vinna við mótun almenna stefnu um leik- og grunnskólahald hefur ekki verið tímasett. Skólar á Akranesi hafa skýra stefnu í öllu því sem lýtur að skólahaldi og skilyrði sveitarfélagsins gagnvart skólunum eru einnig í föstum skorðum.

Í öðru lagi er spurt hvort skólanámskrá fyrir árið 2009-2010 hafi verið samþykkt og ef ekki þá er óskað skýringa á því. Fjölskylduráð hélt fund með skólastjórum og áheyrnarfulltrúum 16. september sl. og kynntu skólastjórar m.a. þær breytingar sem starfsfólk skólanna er að vinna að um þessar mundir. Skólanámskrár skólanna eru aðgengilegar á heimasíðum skólanna en eru stöðugt í endurskoðun og endurmati. Skv. lögum um grunnskóla ber skólanefnd (fjölskylduráði) að staðfesta skólanámskrá og lítur fjölskylduráð svo á að með umfjöllun sinni á fundi 16. september sl. hafi skólanámskrár verið samþykktar.

3.Málefni fatlaðra flutningur yfir til sveitarfélaga

905030


Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skrifað sveitarfélögum bréf dags. 30. nóvember þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög hefji undirbúning að myndun þjónustusvæða vegna fyrirhugaðrar tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Fjölskylduráð bendir á að nú þegar er starfandi starfshópur á vegum SSV og á vegum Akraneskaupstaðar sem er að vinna að stefnumótun vegna tilfærslunnar.

4.Könnun meðal foreldra grunnskólabarna haust 2009

912049


Verkefnisstjóri fjölskyldustofu sendi vefkönnun til foreldra grunnskólanemenda 19. nóvember sl. og náðist 68,6% svörun. Ekki er búið að fullvinna niðurstöður en svör við nokkrum spurningum voru kynnt fyrir fjölskylduráði. Fjölskylduráð mun fjalla um niðurstöðurnar þegar heildarniðurstaða liggur fyrir.

5.Skýrslur 2009

912053


Skýrslur um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla og rekstrarskýrsla lagðar fram til kynningar. Fjölskylduráð óskar eftir að starfsmenn sérfræðiþjónustu mæti á fund 6. janúar 2010.

6.Afrekssjóður Akraneskaupstaðar og ÍA

912056


Fyrir fundinum lá tillaga að nýjum reglum um afrekssjóð og vinnureglur sem tengjast afreksfólki í menningu, vísindum og íþróttum Fjölskylduráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti en telur mikilvægt að skriflegt samþykki niðja Guðmundar Sveinbjörnssonar um breytingar á sjóðnum liggi fyrir. Formanni og framkvæmdastjóra falið að hafa samband við ÍA sbr. umræður á fundinum.

7.erindi félagsmálastjóra 16.desember 2009

912055

Fyrir fundinum erindi frá Hrefnu Ákadóttur. Framkvæmdastjóra falið að leysa erindið í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00