Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Skóladagatal 2010 - 2011
1003089
2.Endurmenntunaráherslur grunnskólanna
1003091
Fjallað um áherslur í endurmenntun grunnskólanna næstu annir. Áhersla er á lestur, bæði byrjendalæsi og orð af orði á miðstigi. Einnig verður unnið áfram með innleiðingu á ritunarferlinu.
3.Nemendaferðir grunnskólanna
1003090
Rætt um nemendaferðir sem farnar eru á vegum grunnskólanna. Skólastjórar fóru yfir þær ferðir sem eru lengri og kostnaðarsamar. Annars vegar er ferð í Reykjaskóla en þá eru nemendur í 5 daga. Foreldrar greiða kostnað vegna uppihalds og ferða en skólarnir greiða laun kennara. Hins vegar er lokaferð 10. bekkjar en nemendur afla peninga í gegnum brauðsölu og annarrar fjáröflunar en skólarnir greiða launakostnað.
4.Forvarnarfræðsla
1003092
Rætt um fræðsluna "Tölum saman um kynlíf" en foreldrafélögin hafa áhuga á að þessi fræðsla eigi sér stað á þessari önn. Skólastjórar taka undir orð foreldra og lýsa yfir vilja til þess að fræðslan eigi sér stað fyrir skólalok.
Fundi slitið.
Fyrir fundinum lá tillaga að skóladagatali vegna skóladagatals 2010 - 2011. Skólastjórar fóru yfir dagatalið skólasetning verður 24. ágúst 2010 og skólaslit 3. júní 2011. Vetrarfrí verður 21., 22. og 25. október. Fjallað hefur verið um skóladagatalið í skólaráðum og kennarafundum og samráð hefur verið haft við FVA. Fjölskylduráð staðfestir skóladagatalið fyrir sitt leyti.