Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

10. fundur 13. maí 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri / Helga Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri
Dagskrá

1.Vinnuskóli Akraness - starfsemi sumarið 2009

904020

Einar Skúlason rekstrarstjóri fór yfir skipulag vinnuskólans sumarið 2009. Umsóknum í vinnuskólann hefur fjölgað töluvert milli ára því þarf að skerða vinnutíma þessara ungmenna. Öllum ungmennum sem sóttu um vinnu, einnig 17 ára ungmennum verður tryggð vinna. Fjölskylduráð samþykkir tillögur Einars og felur honum að senda bréf til umsækjenda.

2.Málefni fatlaðra flutningur yfir til sveitarfélaga

905030


Málinu frestað til næsta fundar.

3.Úthlutun styrkja vegna barna-og unglingastarfs í tómstundum á Akranesi 2009 vegna 2008

905031

Yfirlit lagt fram.

4.Vinnumarkaðsaðgerðir.

904100




Formaður lagði fram hugmyndir af atvinnuátaksverkefnum þar sem m.a. er byggt á framlögum og styrkjum sem þegar hafa fengist. Ákveðið að sækja um mótframlag til Vinnumálstofnunar þar sem það á við.

5.Þriggjamánaða uppgjör 010109-31.03.09 Fjölskyldustofa

905042


Farið yfir þriggja mánaðaruppgjör. Framkvæmdastjóra falið að skrifa bæjarráði og gera grein fyrir stöðu aukinnar fjárhagsaðstoðar. Óskað er eftir að fá skriflegar skýringar á frávikum frá forstöðumönnum á næsta fundi. Fjölskylduráð vill fá útskrift og skýringar mánaðarlega.

6.Styrkbeiðni - Ólympíuleikar í stærðfræði.

905002


Fjölskylduráð vísar til afgreiðslu bæjarráðs 8.maí 2009, þar sem ekki er hægt að verða við erindinu. Fjölskylduráð hefur ekki heimild til að afgreiða mál sem falla utan fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00