Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

51. fundur 02. nóvember 2010 kl. 16:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skátafélag Akraness - þjónustusamningur

1005037

Anney Ágústsdóttir og Bergný Sóphusdóttir frá Skátafélagi Akraness og Júlíus Aðalsteinsson frá Bandalagi íslenskra skáta, mættu á fundinn kl. 17:05. Júlíus óskaði eftir samstarfi Skátafélagsins við Akraneskaupstaðar, gerð þjónustusamnings eins og hefur verið gerður milli skátafélaga og sveitarfélaga. Hlutverk þjónustusamningsins er að vera til stuðnings því félagsstarfi barna og ungmenna sem fer fram hjá Skátafélagi Akraness. Fjölskylduráð samþykkir að skoða málið út frá jafnræðissjónarmiði og að Skátafélag Akraness sendi inn tillögu að sameiginlegum verkefnum félagsins og Akraneskaupstaðar. Anney, Bergný og Júlíus viku af fundi 17:30.

2.erindi félagsmálastjóra

1009106

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi-trúnaðarmál. Sveinborg vek af fundi 18:05.

3.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2011.

1011004

Óska eftir kr. 200.000 framlagi til reksturs Kvenna athvarfsins. Fjölskyduráð vísar umsókninni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

4.Beiðni um aukningu námsráðgjafar og aukið stöðuhlutfall skólaliða

1010210

Fjölskylduráð vísar erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

5.Ávísun á öflugt tómstundastarf

909104

Fyrirspurnir hafa komið fram um hvort framhaldaskólanemar geti nýtt ávísun á öflugt tómstundastarf til greiðslu líkamsræktar á Reykjavíkursvæðinu. Fjölskyduráð vísar í reglur um nýtingu ávísunar á öflugt tómstundarstörf þar sem forsenda fyrir því að greiða tómstundastarf í öðru sveitarfélagi er að ekki sé fyrir hendi félag sem hefur með höndum sama eða sambærilegt félagsstarf á Akranesi. Fjölskylduráð hafnar því að hægt sé að nýta ávísun á Reykjarvíkursvæðinu þar sem sambærileg aðstaða er fyrir hendi á Akranesi.

Fyrirspurn hefur komið fram hvort foreldrar geti nýtt ávísun á öflugt tómstundastarf til greiðslu fyrir þjónustu skóladagvistar og lengdrar viðveru fyrir fötluð börn/ungmenni í 5. - 10. bekk. Fjölskylduráð samþykkir ekki að hægt sé að nýta ávísunina til greiðslu fyrir þjónustu í skóladagvist og lengdrar viðveru fyrir fötluð börn/ungmenni í 5.-10. bekk.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00