Fjölskylduráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Félagsstarf aldraðra - aukning á stöðugildi
1404130
Á fundi fjölskylduráðs 11. júní sl. var erindi verkefnisstjóra í heimaþjónustu lagt fram. Erindið snýr að auknu starfshlutfalli forstöðumanns í félagsstarfi aldraðra. Niðurstaða þess fundar var að vísa erindinu til nýs fjölskylduráðs.
2.Skagastaðir
1404075
Sigurður Þór Sigursteinsson hefur tekið saman skýrslu um starfsemi Skagastaða ásamt tillögum að breyttu skipulagi og aðgerðaráætlun. Greinargerðin var send með fundarboði.
Sigurður Þór Sigursteinsson mætti á fundinn kl. 17:13. Sigurður fór yfir skýrslu með greiningu á starfsemi Skagastaða ásamt tillögum að breyttu skipulagi og aðgerðaráætlun. Fjölskylduráð þakkar Sigurði fyrir kynninguna og felur félagsmálastjóra að vinna að nauðsynlegum breytingum þannig að tillögur sem fram koma í skýrslunni nái fram að ganga hið fyrsta. Sigurður vék af fundi kl. 17:50.
3.Málskotsnefnd
1303154
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um fjölda erinda sem borist hafa til málskotsnefndar á árinu 2014. Málskotsnefnd hefur haldið fimm fundi á árinu og fjallað um 24 erindi.
Lagt fram.
4.Holtsflöt 9 - starfsmannahald
1408070
Á síðast fundi fjölskylduráðs var fjallað um þörf á auknu fjárframlagi til búsetuþjónustu fatlaðra að Holtsflöt. Forstöðumaður búsetuþjónustunnar hefur lagt fram tillögur að fjölgun starfsfólks á síðdegisvöktum og um helgar. Búið er að kostnaðarmeta þessar tillögur. Talsverður umframkostnaður er miðað við fjárhagsáætlun á fyrstu 7 mánuðum ársins.
Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs fór yfir minnisblað þar sem rakið var í hverju umframkostnaður í búsetuþjónustu fatlaðra felst.
5.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2014
1405176
Fjallað var um erindi bæjarráðs á síðasta fundi fjölskylduráðs. Um er að ræða beiðni um viðbótar fjármagn vegna barnaverndar og vegna búsetuþjónustu fatlaðra.
Fjölskylduráð hefur kynnt sér forsendur beiðna um aukafjárveitingu og mælir með því við bæjarráð að veita viðbótar fjárveitingu vegna barnaverndar kr. 12.000.000 og vegna búsetuþjónustu fatlaðra kr. 30.000.000 vegna fjárhagsársins 2014.
6.Niðurgreiðsla vegna dagforeldra - athugasemd
1408063
Fjölskylduráði hefur borist beiðni frá foreldrum sem báðir vinna vaktavinnu um að þeir njóti sambærilegrar niðurgreiðslu og þeir foreldrar sem geta nýtt sér hefðbundna þjónustu dagforeldra.
Fjölskylduráð hafnar erindinu.
7.Stjúptengsl - námskeið fyrir fagfólk
1407115
Um er að ræða kynningu á námskeiði um stjúptensl fyrir fagfólk.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið þar sem aðsókn í félagsstarfið hefur aukist sem kallar á aukinn opnunartíma. Fjölskylduráð mælir með því við bæjarráð að auka stöðuhlutfall forstöðumanns í félagsstarfinu upp í 100% frá og með 1. september 2014. Áætlaður viðbótarkostnaður er um kr. 300.000 á þessu ári.