Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

145. fundur 30. september 2014 kl. 16:30 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Skólastarf í tölum 2014-2015

1408176

Á fundinn mættu Margrét Þóra Jónsdóttir leikskólastjóri Teigasels, Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri Vallarsels, Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri Garðasels og Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri Akrasels, Elísabet Einarsdóttir áheyrnafulltrúi foreldra frá Skagaforeldrum og Guðríður Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfmanna leikskóla.

Svala Hreinsdóttir, deildarstjóri lagði fram tölulegar upplýsingar um starfsemi leikskóla. Þar kom meðal annars fram að nemendur í leikskólum Akraneskaupstaðar eru í upphafi skólaárs 424 en voru á síðasta skólaári 406. Haustið 2005 voru nemendur 338 þannig að umtalsverð fjölgun hefur átt sér stað á sl. 10 árum. Stöðugildi í leikskólunum eru samtals 102,7 sem 115 starfsmenn gegna.

2.Öryggihandbók leikskóla útg 2014

1409216

Nýlega kom út Öryggishandbók leikskóla sem unnin er í samvinnu mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga með stoð í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009. Í reglugerðinni segir að sveitarstjórn skuli útbúa handbók fyrir starfsfólk leikskóla með leiðbeinandi reglum um öryggi barna og slysavarnir í leikskólum. Leiðbeiningar þessar skulu grundvallaðar á gildandi lögum og reglugerðum um öryggis-, skipulags- og byggingarmál og samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir leikskóla, sbr. lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Leiðbeiningar þessar skulu staðfestar af sveitarstjórn sem jafnframt skal sjá um að þær séu aðgengilegar almenningi á heimasíðu skólans eða sveitarfélagsins eða með öðrum hætti og kynntar í skólasamfélaginu. Sambandi íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneyti ber að móta leiðbeiningar um gerð slíkrar handbókar. Handbókin er mun ítarlegri en reglugerðin segir til um og er það gert til að auðvelda sveitarfélögum og skólum að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar.
Uppsetningu handbókarinnar er ætlað að auðvelda notendum að finna upplýsingar um hina mismunandi þætti sem taka á velferð og öryggi leikskólabarna. Markmiðið með handbókinni er að setja fram á aðgengilegan hátt upplýsingar um þá þætti sem huga þarf að í daglegum rekstri og starfi leikskóla.
Handbókina má nýta í heild sinni eða nýta þá þætti sem henta hverju sinni. Mikilvægt er að í öryggishandbók fyrir starfsfólk leikskóla sé tæpt á öllum þeim þáttum sem koma fram í handbók þessari.
http://www.menntamalaraduneyti.is/media/frettir2014/Oryggishanbok_leikskola_2014.pdf
Lagt fram til kynningar.

3.Talmeinafræðingur - aukning á stöðugildi

1409180

Bréf lagt fram frá Brynhildi Björgu Jónsdóttur leikskólastjóra Vallarsels fyrir hönd leikskólastjóra á Akranesi um mikilvægi þessa að auka við stöðuhlutfall talmeinafræðings í sérfræðiþjónustu fjölskyldusviðs með starfssvið í leikskólum. Fjölskylduráð óskar eftir því að Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri leggi fram minnisblað með upplýsingum um kostnað við aukningu á stöðuhlutfalli og tölulegar upplýsingar um tilvísanir til talmeinafræðings.

4.Viðbótarstarfsdagur (hálfur) - vegna leik-, grunn- og tónlistarskóla.

1409134

Bréf lagt fram frá Ingunni Ríkharðsdóttur leikskólastjóra Garðasels fyrir hönd leikskólastjóra á Akranesi um ósk um 1/2 starfsdag til viðbótar við þá sem fyrir eru. Viðbótar starfsdagurinn yrði nýttur til samstarfs starfsfólks leik-, grunn- og Tónlistarskólans á Akranesi til að vinna að framgangi skólastefnu Akraness.

Fjölskylduráð óskar eftir að fá yfirlit yfir hvernig starfsdögum er háttað í öðrum sambærilegum sveitarfélögum og fjölda þeirra. Fjölskylduráð óskar einnig eftir umsögn frá Skagaforeldrum um þetta erindi.

5.Starfsemi leikskóla - sumarskóli

1403096

Sumarið 2014 sá leikskólinn Teigasel um að reka sumarskóla fyrir hönd leikskólanna á Akranesi. Fyrir fundinum lá minnisblað um sumarstarfið þar sem fram kemur að sumarskólinn var starfandi í eina viku en forsendur fyrir því að reka sumarskóla er að amk. 20 umsóknir berist frá foreldrum. Gert er ráð fyrir að sumarskólinn verði í leikskólanum Vallarseli sumarið 2015.
Minnisblaðið lagt fram.

6.Starfsáætlanir leikskóla 2014-2015

1409062

Leikskólastjórarnir fóru yfir starfsáætlanir í hverjum skóla fyrir sig.
Margrét Þóra vék af fundi kl. 18:20.

7.Skólanámskrár leikskóla Akraneskaupstaðar 2013-2014

1312155

Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri Akrasels lagði fram skólanámskrá Akrasels. Fjölskylduráð staðfestir skólanámskrá Akrasels.
Anney, Brynhildur Björg, Ingunn Guðríður og Elísabet viku af fundi kl. 18:38.

8.Mannréttindastefna Akraneskaupstaðar

1303082

Anna Lára Steindal verkefnisstjóri mannréttindamála mætti á fundinn kl. 18:40. Anna Lára lagði fram minnisblað um drög að handbók sem er ætlað að skilgreina hugmyndafræðilegan grundvöll, áherslur og verkferla fyrir þau verkefni sem tengjast mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar, sem var samþykkti í bæjarstjórn í vor.
Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju yfir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað í þessu verkefni. Fjölskylduráð óskar eftir handritið til yfirlestrar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00