Fjölskylduráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Skólastarf í tölum 2014-2015
1408176
2.Innleiðing nýrrar aðalnámskrá í grunnskólum Akraneskaupstaðar
1303205
Hrönn og Magnús gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur verið í og er framundan við innleiðingu og endurskoðun skólanámskrár.
3.Starfsáætlanir grunnskóla 2014-2015
1409064
Starfsáætlanir Brekkubæjarskóla og Grundaskóla lagðar fram. Skólastjórnendur fóru yfir áherslur skólaársins 2014-2015.
4.Skóladagvistir - stöðumat 2014
1410008
Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs lagði fram minnisblað um stöðumat skóladagvistar. Umfjöllun um frítímaþjónustu við grunnskólanemendur í 1. - 4. bekk hefur ekki farið fram á vettvangi miðlægrar stjórnsýslu né fagnefndar Akraneskaupstaðar um margra ára skeið. Fagleg orðræða og þróun hefur hins vegar verið umtalsverð á undanförnum árum og því er hér lagt til að stofnaður verði starfshópur sem fjallar um málefni skóladagvista við grunnskólana á Akranesi. Starfshópurinn verði skipaður deildarstjórum skóladagvista, stjórnendum grunnskóla, verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála og fulltrúa fjölskyldusviðs.
Fjölskylduráð samþykkir að starfshópur verði skipaður til að leggja stöðumat á starf skóladagvistar.
Fjölskylduráð samþykkir að starfshópur verði skipaður til að leggja stöðumat á starf skóladagvistar.
5.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2014
1409066
Borist hefur tillaga frá verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála um að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði 18. nóvember 2014 kl. 17.
Fjölskylduráð staðfestir þennan fundartíma.
6.Starfsþróunaráætlun skóla 2014-2015
1410010
Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu lagði fram sameiginlega starfsþróunaráætlun skóla 2014-2015.
Magnús, Hrönn, Borghildur, Hjördís og Elísabet viku af fundi kl. 17:40.
Magnús, Hrönn, Borghildur, Hjördís og Elísabet viku af fundi kl. 17:40.
7.Talmeinafræðingur - aukning á stöðugildi
1409180
Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri Vallarsels lagði fram bréf fyrir hönd leikskólastjóra á Akranesi á síðasta fundi fjölskylduráðs um mikilvægi þessa að auka við stöðuhlutfall talmeinafræðings í sérfræðiþjónustu fjölskyldusviðs með starfssvið í leikskólum. Fjölskylduráð óskaði eftir frekari upplýsingum um kostnað við aukningu á stöðuhlutfalli og tölulegar upplýsingar um tilvísanir til talmeinafræðings frá Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra. Helga lagði fram minnisblað um áætlaðan kostnað vegna aukningar stöðu talmeinafræðings í leikskólum úr 25% í 80%.
Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð veitt verði fjárveiting í þessa stöðuaukningu frá og með 1. janúar 2015.
Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð veitt verði fjárveiting í þessa stöðuaukningu frá og með 1. janúar 2015.
Fundi slitið - kl. 18:05.
Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu lagði fram upplýsingar um skólastarf í tölum 2014-2015.