Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Hagaflöt 9 - byggingargallar
1306001
Björn Kjartansson og Benjamín Jósefsson, eigendur íbúða í fasteigninni, mættu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir þeim vandamálum sem íbúar hafa verið að glíma við vegna byggingargalla sem fram hafa komið.
2.Vinnuskóli Akraness - starfsemi 2013
1306022
Einar Skúlason mætti á fund ráðsins og gerði grein fyrir fjölda umsókna að Vinnuskóla fyrir sumarið 2013 ásamt tillögum um vinnutíma.
Framkvæmdaráð fellst á tillögurnar.
3.Útboð - sláttur á opnum svæðum.
1011129
Brynjólfi Ottesen hefur verið tilkynnt um fyrirhugaða riftun verksamnings og gefinn kostur á andsvörum.
Lagt fram.
4.Sláttur opinna svæða 2013 - verðkönnun og verksamningur
1306087
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir niðurstöðum úr opnun tilboða frá því fyrr í dag.
Lægsta tilboð var frá Gísla S. Jónssyni ehf að fjárhæð kr. 10.585.386,-.
Lægsta tilboð var frá Gísla S. Jónssyni ehf að fjárhæð kr. 10.585.386,-.
Framkvæmdastjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
5.KFÍA - framkvæmdasamningur um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum 2013
1301566
Greinargerð Þórðar Guðjónsson, framkvæmdastjóra um framkvæmdir KFÍA við endurbyggingu æfingarsvæða á Jaðarsbökkum.
Lagt fram.
6.Faxabraut 3 - eignarhluti Akraneskaupstaðar.
907040
Samkv. samþykkt bæjarstjórnar frá 21.6.2011 var ákveðið að selja eignarhluta kaupstaðarins í Faxabraut 3. Eignin er óseld.
Borist hefur beiðni frá Magnúsi Garðarssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags um leigu á eigninni til allt að 12 mánaða með forkaupsrétti að leigutíma loknum.
Borist hefur beiðni frá Magnúsi Garðarssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags um leigu á eigninni til allt að 12 mánaða með forkaupsrétti að leigutíma loknum.
Framkvæmdaráð fellst á erindið.
7.Kirkjubraut / Kalmansbraut, breyting á gatnamótum
1302162
Framkvæmdastjóri kynnti drög að útboðsgögnum vegna verkefnisins.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að láta ljúka við gögnin og leggja fyrir ráðið.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Framkvæmdaráð óskar eftir því að lögmaður Akraneskaupstaðar fari yfir málið og leggi fram samantekt fyrir ráðið.