Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

65. fundur 06. október 2011 kl. 17:00 - 19:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Sólmundarhöfði - malbikun

1110008

Erindi frá Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða varðandi malbikun á götu að Sólmundarhöfða 7.

Framkvæmdaráð mun taka málið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

2.Jaðarsbakkar - breyting á sal 2

1109172

Erindi frá framkvæmdastjórn ÍA varðandi breytingar á húsakynnum á Jaðarsbökkum

Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við framkomnar tillögur sé samkomulag innan hreyfingarinnar um breytingarnar.

Framkvæmdaráð mun gera ráð fyrir þeim kostnaði sem falla mun á kaupstaðinn í fjárhagsáætlun 2012 vegna veggjar á svölum.

Gunnar Sigurðsson óskar eftir að bókað verði að honum lítist ekki á þessa framkvæmd þar sem hún muni ekki leysa húsrýmisvanda líkamsræktarstöðvarinnar.

3.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - vaktafyrirkomulag

1109022

Erindi frá hluta starfsmanna við íþróttamannvirkja vegna vaktafyrirkomulags.

Framkvæmdaráð fór yfir núverandi fyrirkomulag og fól framkvæmdastjóra, forstöðumanni og starfsmannastjóra að afla nánari upplýsinga og leggja fyrir ráðið.

4.Fjárhagsáætlun 2012 - Framkvæmdastofa

1110097

Yfirferð verkefnalista vegna fjárhagsáætlunar 2012.

Kristján Gunnarsson, Íris Reynisdóttir og Ragnar M. Ragnarsson gerðu grein fyrir fyrirliggjandi verkefnalistum og kostnaðaráætlunum.

Fundi slitið - kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00