Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Ræsting stofnana 2011
1110237
Niðurstöður útboðs og ákvörðun um verktaka
2.Hundaeftirlit/stjórnsýslukæra
1009048
Kynnt niðurstaða úrskurðarnefndar vegna stjórnsýslukæru.
Niðurstaða úrskurðarnenfdarinnar var að vísa kærunni frá.
3.Hundaleyfi 137/stjórnsýslukæra
1009042
Kynnt niðurstaða úrskurðarnefndar vegna stjórnsýslukæru.
Framkvæmdaráð er sátt við að úrskurðarnefndin staðfesti ákvörðun ráðsins í málinu.
4.Vélhjólaíþróttafélag Akraness - samningur um mótorkrossbraut
1109009
Erindi frá VÍFA - framkvæmdaáætlun fyrir árið 2012
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2012.
5.Viðhald gatna og stíga 2011
1105084
Gangstéttaframkvæmdir við Þjóðbraut 1 og Holtsflöt 5-7
Erindi frá lóðarhöfum um frágang ganstétta vegna framkvæmda á lóðum.
Erindi frá lóðarhöfum um frágang ganstétta vegna framkvæmda á lóðum.
Framkvæmdaráð samþykkir að fjármunir til þessara verkefna verði teknir af ónýttum fjárveitingum ráðsins fyrir árið 2011.
Framkvæmdastjóra er falin framkvæmd málsins.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Farið var yfir minnisblað verkefnastjóra þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Hreint ehf um daglega ræstingu og SD - þjónustu um hreingerningar.
Framkvæmdaráð fellst á tillöguna og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi um verkið.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að gæðaeftirlit verði eflt.