Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

78. fundur 07. júní 2012 kl. 20:00 - 21:05 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Vinnuskóli Akraness - laun 2012

1204116

Staðfesting á launakjörum

Framkvæmdaráð staðfestir tillögur rekstrarstjóra Vinnuskóla.

2.Langisandur - viðgerð á útisturtu

1205101

Fjármögnun viðgerða o.fl.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir verkinu. Gert er ráð fyrir að fjármagn til verksins verði m.a. tekið af áætluðum viðgerðarkostnaði við Smiðjuvelli.

3.Starf í þjónustumiðstöð/dýraeftirlit

1205139

Kynning á fyrirliggjandi umsóknum.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þeim umsóknum sem borist hafa en 7 einstaklingar hafa lagt inn umsókn um starfið en þeir eru:

Bjarni M. Guðmundsson, Skólabraut 23, Akranesi

Daniela Roman, Vallarbraut 3, Akranesi

Jorge William Flores, Vallholt 15, Akranesi

Ómar Örn Kristófersson, Kúludalsá, Hvalfjarðarsveit

Sigurður H. Einarsson, Vogabraut 12, Akranesi

Valdimar Þorvaldsson, Skagabraut 23, Akranesi

Þórarinn Ægir Jónsson, Esjubraut 9, Akranesi

4.Skógahverfi - leikvöllur

1206044

Kynning á fundi starfsmanna Framkvæmdastofu með íbúum.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi sem hann og garðyrkjustjóri sátu með 7 íbúum Skógahverfis þar sem rædd voru ýmis mál hverfisins sem íbúarnir vilja að fái framgang sem fyrst. Megináhersla íbúa var á gerð leiksvæðis í hverfinu en umrædd framkvæmd er ekki á fjárhagsáætlun ársins og var þeim gerð grein fyrir því.

Einnig var fjallað um umferðaröryggi og hugsanlegar aðgerðir til að draga úr umferðarhraða en íbúar telja hraðakstur óviðunandi þrátt fyrir að hverfið sé allt skilgreint sem 30 km hverfi.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að kanna hvort að hægt sé að grípa til aðgerða til hraðalækkunar.

5.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2012

1203183

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir rekstrarniðurstöðu skv. bókhaldi þ. 30. apríl s.l.

Fundi slitið - kl. 21:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00