Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

73. fundur 08. mars 2012 kl. 17:00 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson bæjarfulltrúi
  • Karen Jónsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

Umræddir rampar hafa verið í geymslu frá því í fyrra þegar þeir voru fjarlægðir af lóð Grundaskóla. Framkvæmdastjóri leggur til að þeir verði auglýstir til sölu.

Afgreiðslu frestað.

2.Bifreiðakaup v/ þjónustumiðstöð - ZZ-F23

1203099

Gengið hefur verið frá kaupum á nýrri bifreið í samræmi við ákvörðun í fjárhagsáætlun ársins.
Lagt er til að eldri bifreið verði sett í sölumeðferð á bílasölu.

Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarráð að bifreiðin verði seld.

3.Verktakar - aðkeypt þjónusta

1203071

Umfjöllun um valkosti (verðkönnun, útboð)
Gögn verða lögð fram á fundinum.

Framkvæmdastjóri fór yfir gögn sem lögð voru fram á fundinum.

Framkvæmdaráð mun taka málið aftur til umfjöllunar á sérstökum fundi um málið og felur framkvæmdastjóra að afla tiltekinna upplýsingar fyrir þann tíma.

Framkvæmdaráð óskar eftir að bæjarstjóri og endurskoðandi sitji þann fund.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00