Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.
912005
2.Beiðni um niðurfellingu vegna húsaleigu
1101146
Framkvæmdaráð samþykkir erindið.
3.Búfjáreftirlit 2011
1101195
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.
4.Íþróttamiðstöð Jaðarsbökkum - starfshópur.
1012045
Lögð fram.
5.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011
1009156
Lagt fram. Framkvæmdastjóra falið að senda bæjarráði gögnin til upplýsinga með vísan til 6 gr. erindisbréfs Framkvæmdaráðs.
6.Eignir Akraneskaupstaðar - Sláttuvél og hoppukastalar.
1009158
Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:
Skátaland, kt.: 620396-2499 kr. 585.500,- (staðgreiðsla)
Gísli Jónsson ehf kr. 301.000,- (staðgreiðsla)
Gísli Jónsson ehf kr. 521.000,- (gegn vinnuframlagi)
Skagastál kr. 415.000,- (staðgreiðsla)
Skagastál kr. 610.000,- (gegn vinnuframlagi)
Skagaverk ehf kr. 510.000,- (staðgreiðsla)
Skagaverk ehf kr. 710.000,- (gegn vinnuframlagi)
Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Skátaland.
7.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.
1010008
Framkvæmdastjóri og formaður gerði grein fyrir viðræðum við formann og framkvæmdastjóra KFÍA um málið. KFÍA mun senda inn gögn og upplýsingar til Framkvæmdaráðs ef félagið telur forsendur til frekari viðræðna um málið.
8.Verkefni í íþróttamannvirkjum
1101005
Lagt fram.
9.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar
1012148
Jón Pálmi færði núverandi og fyrrverandi framkvæmdaráði og starfsmönnum Framkvæmdastofu þakkir fyrir ánægjulegt og gott samstarf liðinna ára, jafnframt sem hann óskaði nýjum framkvæmdastjóra velfarnaðar í starfi.
Framkvæmdaráð þakkar Jóni Pálma fyrir vel unnin störf í þágu ráðsins og býður jafnframt Þorvald velkominn til starfa.
10.Vinnuskólinn - starfsskýrsla 2010
1101218
Framkvæmdaráð þakkar fyrir afar ítarlega og upplýsandi skýrslu um rekstur vinnuskólans á árinu 2011.
11.Hundaleyfi - skrán.137
1009042
Framkvæmdaráð staðfestir afturköllun hundaleyfis.
12.Útboð - sláttur á opnum svæðum.
1011129
Þau eru frá eftirtöldum aðilum:
1. Ingólfur Valdimarsson kr. 14.570.037,-
2. Gísli Jónsson ehf. kr. 14.919.774,-
3. Þróttur ehf. kr. 9.476.893,-
4. Gestur ehf. kr.12.124.033,-
5. BÓB sf. kr. 17.486.838,-
6. Innnesverk ehf. kr. 10.415.050,-
7. Innnesverk ehf. (frávikst) kr. 9.337.533,-
8. Brynjólfur Ottesen kr. 8.339.716,-
9. B.Ott ehf. kr.11.726.836,-
10.Garðlist ehf. kr. 8.782.864,-
11.Garðlist ehf. (frávikst.) kr. 7.989.846,-
Framkvæmdastjóra falið að fara yfir tilboðin og leggja niðurstöður fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Brynjar kynnti niðurstöður skýrslunnar og rætt var um ýmsar útfærslur verkefnisins. Frmahaldi málsins vísað til umfjöllunar starfshóps um framkvæmdasamnings vegna verkefnisins.