Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara
1302181
Bréf bæjarráðs dags. 5. maí 2014.
Framkvæmdaráð leggur til að skipaður verði starfshópur til að endurskoða deiliskipulag lóðar við Dalbraut 6, vegna kaupa Akraneskaupstaðar á fasteigninni.
2.Breiðin - umhverfismál o.fl.
1304196
Tillaga að hreinlætishúsi.
Málið kynnt.
3.Fjárfestingaáætlun 2014.
1312024
Farið yfir stöðu útboðsverkefna.
4.Bláfáni - Langisandur
1202217
Kostnaðaráætlun vegna umsóknar 2014.
Garðyrkjustjóri gerði grein fyrir kostnaði (1.5 m. kr.) vegna bláfánaverkefnis við Langasand. Framkvæmdaráð samþykkir kostnaðaráætlunina og óskar eftir aukafjárveitingu í verkefnið frá bæjarráði.
5.Vesturgata 51 - sölumeðferð
1404011
Farið yfir stöðu máls.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við tilboðsgjafa, þar sem fram kemur að húsið verði fjarlægt. Framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að ganga frá samningi þar að lútandi. Framkvæmdaráð leggur til að farið verði í að endurskoða skipulag lóðarinnar, með það í huga að þarna verði grænt svæði, sem svipar til hornsins Kirkjubrautar/Merkigerði.
Fundi slitið - kl. 17:45.