Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

120. fundur 22. maí 2014 kl. 16:00 - 17:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara

1302181

Bréf bæjarráðs dags. 5. maí 2014.
Framkvæmdaráð leggur til að skipaður verði starfshópur til að endurskoða deiliskipulag lóðar við Dalbraut 6, vegna kaupa Akraneskaupstaðar á fasteigninni.

2.Breiðin - umhverfismál o.fl.

1304196

Tillaga að hreinlætishúsi.
Málið kynnt.

3.Fjárfestingaáætlun 2014.

1312024

Farið yfir stöðu útboðsverkefna.

4.Bláfáni - Langisandur

1202217

Kostnaðaráætlun vegna umsóknar 2014.
Garðyrkjustjóri gerði grein fyrir kostnaði (1.5 m. kr.) vegna bláfánaverkefnis við Langasand. Framkvæmdaráð samþykkir kostnaðaráætlunina og óskar eftir aukafjárveitingu í verkefnið frá bæjarráði.

5.Vesturgata 51 - sölumeðferð

1404011

Farið yfir stöðu máls.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við tilboðsgjafa, þar sem fram kemur að húsið verði fjarlægt. Framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að ganga frá samningi þar að lútandi. Framkvæmdaráð leggur til að farið verði í að endurskoða skipulag lóðarinnar, með það í huga að þarna verði grænt svæði, sem svipar til hornsins Kirkjubrautar/Merkigerði.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00