Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

56. fundur 19. apríl 2011 kl. 17:00 - 18:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Vinnuskólinn - starfsemi 2011

1101218

Einar Skúlason, rekstrarstjóri Vinnuskólans mætti á fund ráðsins og gerði grein fyrir áætlunum og áherslum í rekstri Vinnuskólans sumarið 2011.

2.Kartöflugarðar

1103018

Erindi frá Elíasi Jóhannessyni o.fl.

Erindi Elíasar Jóhannessonar o.fl. sem stílað var á bæjarráð hefur verið sent til umfjöllunar Framkvæmdaráðs.

Nokkurs misskilnings virðist gæta hjá bréfriturum um þær ákvarðanir sem teknar voru um garðlöndin. Á fundi Framkvæmdaráðs þ. 16. nóv. 2010 var lagt fram bréf til staðfestingar á ákvörðun bæjarstjórnar um aukafjárveitingu vegna flutnings kartöflugarða bæjarins. Að þessari færslu hefur verið unnið og að öllu óbreyttu verða landlöndin plægð og tætt strax eftir páska. Send voru jarðvegssýni af svæðinu til rannsóknar hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og eru niðurstöður væntanlegar næstu daga skv. upplýsingum frá rannsóknaraðilum.

Upplýsingum um hentuga áburðargjöf verður því dreift til þeirra einstaklinga sem sækja um garðland um leið og úthlutun fer fram.

3.Leiguíbúðir

1102071

Ákvörðun um ráðstöfun íbúðar 0101 að Einigrund 5.

Ástandsúttekt íbúðarinnar að Einigrund 5 (íb. 0101) ásamt kostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra endurbóta liggur nú fyrir. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að íbúðin verði auglýst til sölu í núverandi ástandi.

4.Skýrsla framkvæmdastofu 2010

1104072

Farið var fyrir drög að ársskýrslu Framkvæmdastofu fyrir árið 2010.

Ákveðið að skýrslan verði lögð fram á næsta fundi til endanlegrar afgreiðslu með þeim breytingum og ábendingum sem fram komu á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00