Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

93. fundur 21. febrúar 2013 kl. 17:00 - 18:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Sveinn Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Nýting Suðurgötu 57 - 2013

1211121

Kynning á tillögu að deiliskipulagi Akratorgsreits.

Íris Reynisdóttir, garðyrkjustjóri mætti á fund ráðsins og upplýsti ráðið m.a. um hugsanlega áfangaskiptingu verkefnisins.

2.Aðstöðusköpun í tengslum við Fjöliðjuna 2013

1211120

Kynnning á stöðu verkefnisins.

Framkvæmdastjóri fór yfir framvindu verkefnisins en ljóst er að ekki verður unnt að standa við þau tímamörk sem tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir.

3.Sólmundarhöfði - ósk um malbikun

1302108

Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili

Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu að svo komnu máli þar sem ekki liggur fyrir með hvaða hætti erindi um breytt deiliskipulag verður afgreitt. Ráðið felur framkvæmdastjóra að koma á framfæri við skipulags- og umhverfisnefnd ábendingum um staðsetningu bílastæða o. fl.

4.Kirkjubraut/Kalmansbraut - endurhönnun götuskipulags

1302162

Kynning á tillögu

Framkvæmdaráð lýsir ánægju með framkomnar hugmyndir og felur framkvæmdastjóra að láta kostnaðarmeta tillögurnar.

5.Vélhjólaíþróttafélag Akraness 2012

1208151

Rekstrarreikningur félagsins fyrir 2012

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00