Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

86. fundur 18. október 2012 kl. 14:00 - 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Vélaskemma fyrir golfklúbbinn

1005091

Fulltrúar Golfkl. Leynis mæta á fundinn til viðræðna við ráðið sbr. ákvörðun á síðasta fundi.

Halldór Hallgrímsson, Hörður Jóhannesson og Þórður Emil Ólafsson stjórnarmenn golfklúbbsins mættu til fundarins. Lagðar voru fram upplýsingar um áfallin byggingarkostnað og áætlun um kostnað við endanlegan frágang skemmunnar og umhverfi hennar sem byrjað var á s.l. vor.

Framkvæmdaráð mun taka málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2013.

2.Samningur um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum

1209180

Fulltrúar KFÍA mæta á fund ráðsins sbr. bókun á síðasta fundi

Ingi Fannar Eiríksson, Brynjar Sæmundsson mættu til fundaarins til viðræðna við ráðið. Einnig sat fundinn Hörður Jóhannesson. Kynntar voru framkvæmdir þessa árs og óskir um fyrirhugaðar framkvæmdir á æfingasvæðum og við aðalvöll.

3.Selveita, girðing

1209065

Erindi vísað til framkvæmdaráðs frá bæjarráði.

Framkvæmdaráð telur að fallast beri á erindið og vísar málinu aftur til afgreiðslu bæjarráðs.

4.Vélhjólaíþróttafélag Akraness 2012

1208151

Erindi frá félaginu um rekstrarsamning fyrir árið 2013

Í erindi félagsins er óskað eftir því að rekstrarsamningur sem gerður var fyrir árið 2012 verði framlengdur fyrir árið 2013. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að gert verði ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 að félagið verði styrkt um umbeðna fjárhæð.

Framkvæmdastjóri lagði fram árlega úttekt á vélhjólasvæðinu sem fram fór 18. ágúst s.l.

5.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Bréf bæjarritara

Framkvæmdaráð fór yfir stöðu rekstrarins og telur að unnt verði að standa við fjárhagsáætlun ársins 2012 í aðalatriðum.

Fundi slitið - kl. 16:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00