Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Vélaskemma fyrir golfklúbbinn
1005091
2.Samningur um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum
1209180
Ingi Fannar Eiríksson, Brynjar Sæmundsson mættu til fundaarins til viðræðna við ráðið. Einnig sat fundinn Hörður Jóhannesson. Kynntar voru framkvæmdir þessa árs og óskir um fyrirhugaðar framkvæmdir á æfingasvæðum og við aðalvöll.
3.Selveita, girðing
1209065
Framkvæmdaráð telur að fallast beri á erindið og vísar málinu aftur til afgreiðslu bæjarráðs.
4.Vélhjólaíþróttafélag Akraness 2012
1208151
Í erindi félagsins er óskað eftir því að rekstrarsamningur sem gerður var fyrir árið 2012 verði framlengdur fyrir árið 2013. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að gert verði ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 að félagið verði styrkt um umbeðna fjárhæð.
Framkvæmdastjóri lagði fram árlega úttekt á vélhjólasvæðinu sem fram fór 18. ágúst s.l.
5.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.
1205132
Framkvæmdaráð fór yfir stöðu rekstrarins og telur að unnt verði að standa við fjárhagsáætlun ársins 2012 í aðalatriðum.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Halldór Hallgrímsson, Hörður Jóhannesson og Þórður Emil Ólafsson stjórnarmenn golfklúbbsins mættu til fundarins. Lagðar voru fram upplýsingar um áfallin byggingarkostnað og áætlun um kostnað við endanlegan frágang skemmunnar og umhverfi hennar sem byrjað var á s.l. vor.
Framkvæmdaráð mun taka málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2013.