Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

95. fundur 21. mars 2013 kl. 12:15 - 13:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Sveinn Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Hundahald - breyting á samþykktum 2013

1303164

Tillaga um endurskoðun á samþykkt um hundahald á Akranesi. Tillagan snýr að atriðum í gildandi samþykkt sem fjalla um ormahreinsun hunda og um hvar heimilt sé að vera með hunda (grein 13)

Farið var yfir hugsanlegar breytingar.

Afgreiðslu frestað.

2.Umhverfis- og framkvæmdasvið, rekstraryfirlit 2013

1303166

Rekstrarstaða fyrir jan. og feb. lagt fram á fundinum.

Rekstrarniðurstöður skipulagsstofu og framkvæmdastofu fyrir tvo fyrstu mánuði ársins kynnt.

3.Beiðni um sýningarhald í Garðalundi

1303150

Beiðni frá Deild íslenska fjárhundsins (deild innan Hundaræktarfélags Íslands) um að fá að halda sýningu á íslensum hundum í Garðalundi 13. júlí í sumar.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið.

4.Kirkjubraut/Kalmansbraut - endurhönnun götuskipulags

1302162

Framkvæmdastjóri kynnti frumkostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra breytinga á gatnamótunum.

5.Deiliskipulag - umhverfi Akratorgs

1210163

Framkvæmdastjóri kynnti fyrstu hugmyndir um aðgerðir og kostnað við endurbætur torgsins og bæjargarðs.

Fundi slitið - kl. 13:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00