Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

101. fundur 25. júní 2013 kl. 17:00 - 19:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Karen Jónsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi
  • Kjartan Kjartansson varamaður
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Akratorg - hönnun og framkvæmdir

1306085

Fulltrúar frá Landmótun ehf mættu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins og áætluðum kostnaði.
Regina Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri sat einnig fundinn undir þessum lið.

Hönnuðum var falið að áfangaskipta verkefninu og leggja tillögu þar að lútandi fyrir ráðið.

2.Kirkjubraut / Kalmansbraut, breyting á gatnamótum

1302162

Ákvörðun um útboð og tímasetningar.
Gögnin gera ráð fyrir að tilboð verði opnuð 19. júlí n.k. og verklok verði 31. okt. n.k.

Framkvæmdastjóra falið að auglýsa útboðið.

3.Grundaskóli - lausar kennslustofur

1304047

Útboð og tímasetningar.
Gert er ráð fyrir að tilboða verði leitað með verðkönnun meðal verktaka á Akranesi og að verklok verði 15. sept. n.k.

Framkvæmdastjóra falið að senda út verðkönnunargögn.

4.Hagaflöt 9 - byggingargallar

1306001

Greinargerð frá Ívari Pálssyni.

Lagt fram.

5.Útboð - sláttur á opnum svæðum.

1011129

Riftun verksamnings.
Engin andmæli bárust frá verktaka við tilkynningu um fyrirhugaða riftun.

Lagt fram

6.Sláttur opinna svæða 2013 - verðkönnun og verksamningur

1306087

Verksamningur við Gísla Jónsson ehf kynntur

Lagt fram.

7.Bakkatún - ósk um hraðahindrun

1306155

Erindi frá íbúum við Bakkatún

Lögð fram greinargerð framkvæmdastjóra þar sem lagt er til að áhrif hraðalækkandi aðgerða á Bakkatúni verði skoðuð fyrir svæðið í heild.

Framkvæmdaráð fellst á tillöguna.

8.Hagaflöt 2-10 - gangstéttarfrágangur

1306154

Erindi frá eigendum íbúða við Hagaflöt 2 - 10.

Áætlaður kostnaður við gangstéttargerðina er áætlaður kr. 1,8 millj. skv. greinargerð framkvæmdastjóra.

Framkvæmdin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að veittir verði fjármunir til verkefnisins.

9.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

Borist hefur kauptilboð frá Reykjanesbæ að fjárhæð kr. 2,1 millj.
Einnig voru lagðir fram tölvupóstar frá Sævari Jónssyni og Alexander Kárasyni, formanni TTK.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að gengið verði að tilboði Reykjanesbæjar.

10.Umhverfis- og framkvæmdasvið, rekstraryfirlit 2013

1303166

Rekstrarniðurstaða fyrstu fjögurra mánaða árins kynnt.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00