Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

72. fundur 16. febrúar 2012 kl. 20:00 - 21:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Páll Jónsson bæjarfulltrúi
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Vinnuskóli Akraness - starfsskýrsla 2011

1202081

Framkvæmdastóri kynnti starfsskýrslu Vinnuskólans fyrir árið 2011 sem Einar SKúlason, rekstrarstjóri hefu r tekið saman.

Lagt fram.

2.Vélhjólaíþróttafélag Akraness - motorcrossmót 2012

1202153

Framkvæmdastjóri kynnti erindi VIFA en þeir óska eftir rekstrarframlagi fyrir árið 2012 að fjárhæð kr. 1.500.000,-. Óskað er eftir að framlagið verði greitt í einu lagi vegna undirbúnings félagsins fyrir mótahald n.k. sumar (Íslandsmeistaramót og bikarmót).

Í gildi er rekstrarsamningur við VIFA og í fjárhagsáætlun ársins 2012 er gert ráð fyrir 1,5 millj. kr. vegna þessa.

Framkvæmdaráð samþykkir beiðnina.

3.Fjárhagsáætlun 2012 - Framkvæmdastofa

1110097

Farið var yfir minnisblað og tillögur framkvæmdastjóra um hagræðingu og niðurskurð innan þeirra málaflokka sem undir ráðir heyra.

Tillögurnar gera ráð fyrir lækkun útgjalda um kr. 7,8 millj.

Framkvæmdaráð samþykkir að senda tillögurnar til bæjarráðs til umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00