Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Samstarfssamningur um íþrótta- og æskulýðsmál - drög að samningi milli Akraness og Borgarbyggðar.
1001024
Bréf bæjarráðs dags. 26. janúar 2010 þar sem samningsdrögum á milli Akraness og Borgarbyggðar um íþróttamál er vísað til umfjöllunar Framkvæmdaráðs.
2.Rekstraruppgjör - Framkvæmdastofu
906141
Rekstrarstaða 1/1 - 31/12 2009 ásamt bréfi framkvæmdastjóra dags. 26. janúar 2010.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir niðurstöðu rekstrar og fjárfestinga á vegum Framkvæmdastofu sem í heild sinni eru vel innan fjárheimilda ársins. Framkvæmdaráð tekur undir tillögu framkvæmdastjóra varðandi meðhöndlun aukafjárveitinga í bókhaldi Akraneskaupstaðar og samþykkir jafnframt að vísa málinu til umfjöllunar bæjarráðs-og stjórnar.
3.Grastec ehf. - Umhirða knattspyrnuvalla
1001122
Tölvupóstur Grastec ehf, dags. 22. janúar 2010, ar sem óskað er eftir viðræðum við Framkvæmdastofu um umsjón, hirðingu og viðhaldi knattspyrnuvalla á Jaðarsbökkum.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu með vísan til afgreiðslu liðar 4.
4.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.
912005
Bréf bæjarráðs dags. 22. janúar 2010 þar sem framkvæmdaráði var falið að taka upp viðræður við KÍA um rekstur íþróttavallarins á Jaðarsbökkum og Akraneshallarinnar.
Framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við KÍA.
5.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi dýraeftirlits hjá Akraneskaupstað og hvernig samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands er háttað hvað hundaeftirlit varðar.
Málið rætt.
6.Garðagrund - göngustígur
912095
Niðurstaða tilboða í framkvæmdir við stíg og opin svæði við Ketilsflöt. Minnisblað verkefnastjóra dags. 1. febrúar 2010 varðandi verktilboð.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í verkið, Vélaleigu Halldórs Sigurðssonar. Framkvæmdastofu falið að ganga frá samningum um verkið.
7.Innsti-Vogur, kartöflugarðar.
910087
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir möguleikum á að koma upp aðstöðu til vökvunar við kartöflugarðana fyrir næsta sumar og kostnaði við slíkt verkefni.
Málið rætt.
Fundi slitið.
Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.