Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

41. fundur 21. júlí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Dagskrá

1.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstraryfirlit Framkvæmdastofu tímabilið 01.01.10 - 30.06.10.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir rekstrarstöðu Framkvæmdastofu. Lagt fram.

2.Götur á Akranesi - úttektarskýrsla

911045

Skýrsla frá Hlaðbær Colas, sem gerir ráð fyrir því að kostnaður við viðhald og endurnýjun gatna þurfi að vera um 40 - 65 milljónir á ári næstu 5 árin.

Á fundinn mætti til viðræðna Sigurður Þorsteinsson. Rætt um viðhaldsmál gatna og fl.

3.Markaðssetning lóða.

909072

Minnisblað formanns framkvæmdaráðs, dags. 28.6.2010, varðandi úthlutun byggingalóða á Akranesi. Framkvæmdaráð fól Framkvæmdastofu að afla frekari upplýsinga um málið á fundi sínum 1. júlí s.l.

Málið rætt.

4.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur

1001061

Minnisblað formanns vallarnefndar Gl, dags. 30.6.2010. Nefndin fer þess á leit við framkvæmdaráð að gerður verði nýr samningur um byggingu vélaskemmu þar sem komið verði til móts við þarfir klúbbsins sem hann telur að skemman þurfi að uppfylla til að nýtast klúbbnum.
Framkvæmdaráð fól framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að vinna áfram að málinu á fundi sínum 1.júlí s.l.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir viðræðum við DS Lausnir um byggingu 510 m2 stálgrindarhúss og lagði fram bréf fyrirtækisins dags. 20/7 2010 um hugmynd fyrirtækisins að byggingu skemmu. Framkvæmdaráð samþykkir að vinna áfram að málinu í samvinnu við Golfklúbbinn Leyni.

5.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

Bréf Bjarna Jónssonar, dags. 20.07.2010, varðandi tillögur Elínar Gunnlaugsdóttur, arkitekts, vegna þriggja smáhýsa sem voru hugsuð sem þjónustuhús fyrir Langasand. Bréf, dags. 20.07.2010.

Samþykkt að boða bréfritara og arkitekt á næsta fund Framkvæmdaráðs til að fá nánari upplýsingar um hugmyndina.

6.Opin svæði á Akranesi

1007075

Rætt um opið svæði á Skagaverstúni, frágang og umhirðu. Framkvæmdastjóra falið að ræða við lóðarhafa um frágang mála.

7.Gatnagerðargjöld-eldri lóðir

1006081

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 7.7.2010, varðandi tímabundna lækkun gatnagerðargjalda.

Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að skoða gjaldskrá gatnagerðargjalda m.a. með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum.

8.Framkvæmdastofa - viðhald áhalda

1007018

Svarbréf bæjarráðs, dags. 13.7.2010, við bréfi framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu um aukafjárveitingu vegna viðhalds áhalda, verkfæra og búnaðar að fjárhæð kr. 739.189. Bæjarráð samþykkti erindið og vísaði fjárveitingu á búnaðarkaupasjóð.

Lagt fram.

9.Millifærð vinna sérfræðinga

1006158

Svarbréf bæjarráðs, dags. 13.7.2010, við bréfi framkvæmdaráðs, dags. 6.7.2010, um að hætt verði að millfæra vinnu sérfræðinga í verkbókhaldi Akraneskaupstaðar sem starfa á vegum Framkvæmdastofu að undantekinni vinnu sem skila ber virðisaukaskatti til skattyfirvalda. Bæjarráð samþykkti erindið.

Lagt fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00