Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Ræsting í stofnunum Akraneskaupstaðar.
907011
Bréf bæjarráðs dags. 6. júlí þar sem framkvæmdaráði og Framkvæmdastofu er falið að kanna hagkvæmi þess að sameina ræstingarstörf í stofnunum.
2.Íþróttamannvirki - breyting vinnufyrirkomulags
906175
Bréf bæjarráðs dags. 6. júlí þar sem Framkvæmdastofu er falið að hefja undirbúning að breytingu á opnunartíma íþróttamannvirkja sem taki gildi þann 1. október.
Málið rætt. Framkvæmdastjóra og rekstrarstjóra íþróttamannvirkja falin undirbúningur og framkvæmd málsins.
3.Gjaldskrár íþróttamannvirkja
906162
Bréf bæjarráðs dags. 6. júlí þar sem tilkynnt er að gjaldskrá íþróttamannvirkja verði hækkuð frá 1. ágúst n.k.
Rekstrarstjóra íþróttamannvirkja falið að annast nauðsynlegan undirbúning málsins.
4.Framkvæmdastofa - breyting á vinnufyrirkomulagi.
907013
Bréf bæjarráðs dags. 6. júlí varðandi breytt vinnufyrirkomulag Framkvæmdastofu.
Málið rætt.
5.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.
810068
Verkfundargerð dags. 21.07.2009. Beiðni verktaka um frestun á verklokum.
Framkvæmdaráð samþykkir mánaðar frest á skilum verksins.
6.Garðasel - þakviðgerð
901161
Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir stöðu verksins.
7.Íþróttahúsið Vesturgötu - neyðarútgangur
906036
Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir undirbúningi málsins. Umsjónarmanni falið að vinna áfram að málinu.
Fundi slitið.
Málið rætt. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.