Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Grundaskóli - foreldraráð
911091
2.Rekstraruppgjör - Framkvæmdastofa
906141
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Framkvæmdaráð samþykkir að senda málið til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
3.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa
911039
Minnisblað lagt fram. Ákveðið var að framkvæmdaráð haldi aukafund n.k fimmtudag.
4.Íþróttamannvirki - breyting vinnufyrirkomulags
906175
Framkvæmdarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum og lögmanns Sambands ísl Sveitarfélaga við fulltrúa VLFA og ASÍ um málið. Niðurstaða þeirra viðræðna voru að aðilar urðu ásáttir um lausn málsins án þess þó að viðurkenna sjónarmið hvors annars. Afstaða bæjarins helgast af þeirri staðreynd að hægt var að leysa tímanotkun viðkomandi félags, með öðrum hætti og að mestu leyti utan þeirra tímamarka sem starfsmenn og verkalýðsfélagið höfðu gert athugasemdir við og um var deilt. Málinu telst því lokið af hálfu beggja aðila.
Fundi slitið.
Á fundinn mættu fulltrúar foreldraráðsins þau Brian Marshall og Arndís Guðmundsdóttir.