Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Búfjáreftirlit 2010.
1003081
Samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands um framkvæmdaatriði búfjáreftirlits sbr lög nr. 103/2002.
2.Hundaleyfi 141 og 162. - Afturköllun
1001120
Beiðni Hjalta Ragnarssonar um endurnýjun leyfa til hundahalds.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að viðkomandi fái leyfi til hundahalds í sex mánuði.
3.ÍA - Endurnýjun samstarfssamnings.
811027
Drög að samningi við KFÍA um rekstur íþróttavallar á Jaðarsbökkum og Akraneshöllina.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að vinna frekar að málinu.
4.Bíóhöllin - endurbætur
901158
Málið rætt.
5.Innkaupareglur Akraneskaupstaðar.
811111
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að núverandi viðmiðunum í 12. grein í innkaupreglum Akraneskaupstaðar verði breytt þannig: Verklegar framkvæmdir 30 milljónir, kaup á þjónustu yfir 14 milljónir og vegna vörukaupa 7 milljónir. Einnig leggur framkæmdaráð til breytingar á 13. gr. þannig: Verklegar framkvæmdir 14-30 milljónir, kaup á þjónustu 7-14 milljónir og 3.5-7 milljónir í vörukaupum.
6.Dýrahald - Fundargerðir starfshóps 2010.
1003046
Fundargerðir frá 3. og 10. mars 2010.
Lagt fram.
Fundi slitið.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.