Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

6. fundur 25. mars 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Opnunartímar stofnana - endurskoðun

901145

Íþróttamannvirki kaupstaðarins skoðuð í fylgd Harðar Jóhannessonar, rekstrarstjóra og Kristjáns Gunnarssonar umsjónarmanns fasteigna. Minnispunktar rekstrarstjóra íþróttamannvirkja um opnunartíma ræddir.

Framkvæmdaráð hefur samkvæmt tillögum bæjarstjórnar skoðað opnunartíma Íþróttarmannvirkja. Framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ganga frá bréfi til bæjarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum. Framkvæmdaráð mælir með að farin verið leið 1. varðandi opnunartíma.

2.Stillholt 16-18 - framkvæmdir vegna stjórnsýslu

901157

Framkvæmdastjóri kynnti hönnunargögn, teikningar og verklýsingu frá MarkStofu.

Framkvæmdanefnd felur framkvæmdastjóra í samráði við formann að ganga frá gögnum um verðkönnun og senda þau út til verktaka í samræmi við umræður á fundinum.

3.Bókasafn Dalbraut 1.

902001

Bréf eftirlitsmanns dags. 18.3.2009, varðandi kröfu til verktaka um aðgerðir vegna lyktarvandamála sem sköpuðust vegna bruna að Dalbraut 1.

Lagt fram. Samþykkt að boða byggingafulltrúa á næsta fund framkvæmdanefndar.

4.Garðasel - þakviðgerð

901161

Framkvæmdastjóri kynnti gögn um áætlaðan kostnað við verkið.



Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að fjármunir verði lagðir í endurbætur Garðasels í samræmi við tillögur sem fram koma í úttekt Almennu verkfræðistofunnar hf. Áætlaður heildarkostnaður er 13 milljónir.

5.Viskubrunnur - undirbúningur

901156

Framkvæmdastjóri kynnti ný gögn frá Mannviti hf dags. 25.3.2009, varðandi framkvæmdir í Álfalundi ásamt frumkostnaðaráætlun.

Málið rætt. Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00