Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Opnunartímar stofnana - endurskoðun
901145
Íþróttamannvirki kaupstaðarins skoðuð í fylgd Harðar Jóhannessonar, rekstrarstjóra og Kristjáns Gunnarssonar umsjónarmanns fasteigna. Minnispunktar rekstrarstjóra íþróttamannvirkja um opnunartíma ræddir.
2.Stillholt 16-18 - framkvæmdir vegna stjórnsýslu
901157
Framkvæmdastjóri kynnti hönnunargögn, teikningar og verklýsingu frá MarkStofu.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmdastjóra í samráði við formann að ganga frá gögnum um verðkönnun og senda þau út til verktaka í samræmi við umræður á fundinum.
3.Bókasafn Dalbraut 1.
902001
Bréf eftirlitsmanns dags. 18.3.2009, varðandi kröfu til verktaka um aðgerðir vegna lyktarvandamála sem sköpuðust vegna bruna að Dalbraut 1.
Lagt fram. Samþykkt að boða byggingafulltrúa á næsta fund framkvæmdanefndar.
4.Garðasel - þakviðgerð
901161
Framkvæmdastjóri kynnti gögn um áætlaðan kostnað við verkið.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að fjármunir verði lagðir í endurbætur Garðasels í samræmi við tillögur sem fram koma í úttekt Almennu verkfræðistofunnar hf. Áætlaður heildarkostnaður er 13 milljónir.
5.Viskubrunnur - undirbúningur
901156
Framkvæmdastjóri kynnti ný gögn frá Mannviti hf dags. 25.3.2009, varðandi framkvæmdir í Álfalundi ásamt frumkostnaðaráætlun.
Málið rætt. Afgreiðslu frestað.
Fundi slitið.
Framkvæmdaráð hefur samkvæmt tillögum bæjarstjórnar skoðað opnunartíma Íþróttarmannvirkja. Framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ganga frá bréfi til bæjarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum. Framkvæmdaráð mælir með að farin verið leið 1. varðandi opnunartíma.