Framkvæmdaráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010
1002242
Rekstraryfirlit Framkvæmdastofu tímabilin jan - apríl og jan - maí 2010. Skýrsla framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 18/6 2010 varðandi bókhaldsstöðu Framkvæmdastofu fyrrgreind tímabil ásamt tillögu að breytingu fjárhagsáætlunar Framkvæmdastofu fyrir árið 2010.
2.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur v. vélaskemmu
1001061
Framkvæmda- og verkefnastjóri kynntu samning sem gerður var við Leyni um byggingu vélaskemmu fyrir félagið og stöðu þess. Viðræður við framkvæmdanefnd GL um málið.
Á fundinn mættu til viðræðna þeir Hörður Jóhannesson og Gylfi Sigurðsson frá golfklúbbnum Leyni. Hörður lagði fram greinagerð varðandi byggingu vélaskemmunnar. Framkvæmdaráð frestar málinu til næsta fundar.
3.Jaðarsbakkalaug - viðbótaropnun
1002235
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að opnunartími íþróttarmannvirkja verði færður til fyrra horfs í samstarfi við starfsfólk íþróttarmannvirkja. Áætlaður kostnaður 7.6 millj. miðað við heilt ár.
4.Hreinsun opinna svæða.
1004093
Framkvæmdaráð ræddi um þörf á hreinsun bæjarins um helgar og á sérstökum frídögum. Framkvæmdaráð telur þörf á slíkum þrifum og leggur því til við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting að upph. 1.1 millj. til að sinna þessu verkefni.
Fundi slitið.
Framkvæmdaráð samþykkir að senda bæjarráði rekstrarstöðuna til kynningar og umfjöllunar.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra um breytingar á fjárhagsáætlun Framkvæmdastofu, en tillögurnar hafa ekki fjárhagslegar breytingar í för með sér þar sem um er að ræða millifærslur innan samþykktrar fjárhagsáætlunar Framkvæmdastofu.