Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.
1010008
2.Kartöflugarðar 2010
1003132
Á fundinn mættu þeir Sigurður Gunnarsson, Kristján Heiðar og Elías Jóhannesson ásamt Snjólfi Eiríkssyni, garðyrkjustjóra. Rætt var um fyrirkomulag kartöflugarða, þjónusta þeirra og staðsetning. Rætt um frístundagarða og kartöflubændur lýstu yfir áhuga á málinu.
Bréf bæjarstjórnar lagt fram.
3.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skilyrði sem settar eru í samræmi við ákvæði í samþykktum um hundahald.
Framkvæmdastjóri kynnti svarbréf Umhverfisráðuneytisins á erindi Heilbrigðiseftirliti Vesturlands dags. 21. október um fyrirkomulag samþykkta Akraneskaupstaðar um gæludýrahald, framkvæmdastjóri HEV hafði lýst yfir efasemdum um að samþykktir Akraneskaupstaðar væru í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í ljósi bréfs ráðuneytisins telja bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu ekki tilefni til frekari skoðunar á umræddum samþykktum að svo komnu máli.
4.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi erindisbréf fyrir nýtt starf dýraeftirlitsmanns ásamt drög að fjárhagsáætlun og samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar bæjarráðs og bæjarstjórnar með beiðni um heimild til ráðningar í starf dýraeftirlitsmanns.
Sveinn situr hjá við afgreiðslu málsins.
5.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt með áorðnum breytingum. Sveinn situr hjá við afgreiðslu málsins.
6.Kattahald - breyting á samþykkt 2010.
1003134
Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn breytingu á samþykktum um kattahald þannig að hætt verði við bann við lausagöngu katta í bæjarfélaginu, en skv. nýrri samþykkt um kattahald sem taka á gildi um næstu áramót er kveðið á um bann við lausagöngu katta. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu og leggja fyrir bæjarstjórn með tillögu að nýrri samþykkt.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt.
7.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010
1002242
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu Framkvæmdastofu, en rekstrar- og framkvæmdaliðir eru í heild sinni innan samþykktra fjárheimilda að mati framkvæmdastjóra. Framkvæmdaráð samþykkir að senda bæjarráði ásamt aðalskrifstofu gögnin til frekari úrvinnslu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.
8.Höfðasel - Akrafjallsvegur
1007019
Framkvæmdaráð staðfestir samning um kaup á malbiki á svæði undir garðaúrgang.
9.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA
1008087
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.
10.Íþróttahús Vesturgötu 130-Klæðning lágbygginga.
805035
Framkvæmdaráð óskar eftir heimild bæjarráðs til að auglýsa verkið til útboðs.
11.Tímatökubúnaður, beiðni um endurnýjun búnaðar.
1011070
Framkvæmdaráð samþykkir leggja til við bæjarstjórn að veitt verði fjárveiting að fjárhæð kr. 750.000.- til kaupa á umræddum tækjum í fjárhagsáætlun ársins 2011.
Fundi slitið.
Rekstrarstjóri vinnuskólans gerði grein nánar fyrir sjónarmiðum sínum um útvistun verkefna.
Minnisblaðið lagt fram.