Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

11. fundur 08. júní 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Viðhald vega.

906021

Bréf Sambands ísl Sveitarfélaga dags. 27. maí 2009, þar sem sveitarfélög eru hvött til að undirrita ekki samninga við Vegagerðina nema fyrir liggir fjármögnun á þeim verkefnum sem sveitarfélögum er ætlað að yfirtaka frá ríkinu.

Lagt fram til upplýsingar.

2.Götusópun

904124

Bréf bæjarstjórnar dags. 27. maí 2009, þar sem bæjarstjórn hafnar hugmyndum framkvæmdaráðs um framkvæmd götusópunar og er ráðinu falið að leysa málið á öðrum grundvelli.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Innkaupastefna Akraneskaupstaðar.

811111

Bréf bæjarráðs Akraness dags. 22. maí 2009, þar sem framkvæmdaráði er falið að yfirfara texta í drögum að nýjum innkaupareglum.

Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við innkaupastefnuna eins og hún er nú framsett.

4.Uppgjör framkvæmdastofu

905070

Bréf bæjarráðs dags. 26. mars 2009 þar sem gert er grein fyrir samþykktum á breytingum um fjármálastjórn Akraneskaupstaðar annars vegar um mánaðarleg rekstraruppgjör svo og áskilnað um að fjármálastjóri þurfi að samþykkja reikninga til að útgjöld verði samþykkt af hálfu kaupstaðarins.
Framkvæmdastjóri lagði fram greinargerð dags. 4. júní 2009 varðandi rekstrarafkomu Framkvæmdastofu fyrir tímabilin janúar - mars og janúar - apríl 2009 ásamt tillögum til úrbóta varðandi framsetningu fjárhagsáætlunar og eftirfylgni.


Framkvæmdastóri gerði grein fyrir stöðu mála. Framkvæmdaráð samþykkir tillögur framkvæmdastjóra um millifærða vinnu starfsmanna framkvæmdastofu ásamt tillögu um að breytingar á fjárhagsáætlun verði settar inn í bókhaldsgrunn Akraneskaupstaðar strax að samþykkt bæjarstjórnar lokinni. Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að endurskoða samþykkt bæjarráðs frá 22. maí sl. varðandi samþykki fjármálastjóra á reikningum sem berast vegna veittrar þjónustu við Akraneskaupstað. Forstöðumenn bera ábyrgð á rekstri í samræmi við samþykktar reglur þar um.

5.Bókasafn Dalbraut 1.

902001

Verkfundargerð dags. 26. maí 2009.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum er gert ráð fyrir afhendingu hússins þann 3. júlí n.k. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa málið.

6.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

Fundargerðir verkfundar frá 2. júní 2009. Fyrirspurn verktaka um beitingu dagsekta.


Með vísan til fyrirspurnar í lið 04 í verkfundargerð bendir framkvæmdaráð á gildandi verksamning um verklok.

7.Íþróttahúsið Vesturgötu - neyðarútgangur

906036


Rætt um nauðsynlegar framkvæmdir við neyðarútgang í kjallara hússins. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00