Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

30. fundur 03. mars 2010 kl. 17:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli / Kennslueldhús/ Undirbúningur framkvæmda

1001014

Hönnunarsamningur við Mannvit, verkfræðistofu um hönnun og gerð útboðsgagna vegna endurnýjunar kennslueldhúss Grundaskóla.


Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.

2.Íþróttahús Vesturgötu 130-Klæðning lágbygginga.

805035

Hönnunarsamningur við Almennu Verkfræðistofuna hf, um hönnun og gerð útboðsgagna vegna klæðningar íþróttahússins við Vesturgötu.



Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.

3.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Bréf bæjarráðs þar sem samþykkt er tillaga framkvæmdaráðs um að ráðinu verði veitt fullnaðar afgreiðsluheimild til að afgreiða hundamál sbr 49. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.


Lagt fram.

4.Grundaskóli / Þak / Útboðsgögn

1001013

Bréf verkefnastjóra dags. 25. febrúar 2010 vegna útboðs þaks Grundaskóla dags. 23. febrúar 2010. Fimm tilboð bárust í verkið. Bréf Trésmiðjunnar Akurs ehf. dags. 1. mars 2010 varðandi endurbætur þaksins.


Málinu frestað.

5.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstrarstaða 1/1 - 31/1 2010, ásamt bréfi framkvæmdastjóra dags. 25. febrúar 2010.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Framkvæmdráð samþykkir að senda málið til kynningar bæjarráðs og aðalskrifstofu.

6.Jaðarsbakkalaug - viðbótaropnun

1002235

Bréf bæjarstjórnar dags. 25. febrúar 2010 þar sem greint er frá samþykkt um breytingu á opnunartíma Jaðarsbakkalaugar. Nýr opnunartími taki gildi 1. apríl 2010, framkvæmdastofu falin framkvæmdin.
Áætluðum kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdastjóri upplýsti að nauðsynlegur undirbúningur málsins væri kominn í gang.

Bréfið lagt fram.

7.Íþróttavakning framhaldsskólanna 2010

1002183

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samþykkt bæjarráðs frá 18. febrúar s.l. þar sem samþykkt var að veita framhaldsskólanemum frían aðgang í Jaðarsbakkalaug skv sbeiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 8. febrúar 2010 á grundvelli verkefnisins "Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum" dagana 22-28. febrúar n.k.

Lagt fram.

8.Lýsing - skipulagsáætlun fyrir útilýsingu

1003001

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir og lagði fram upplýsingar og greinargerð um skipulagsáætlun útilýsingar fyrir Akraneskaupstað sem unnin var af nemum í lýsingarhönnun við Tækniskólan - skóla atvinnulífsins.

Framkvæmdaráð færir viðkomandi nemum og skólanum kærar þakkir fyrir mikla og góða vinnu sem mun verða höfð til hliðsjónar við ákvörðun um götulýsingu í bæjarfélaginu.

9.Badmintonfélag Akraness - Frítt í sund.

1003024

Beiðni Badmintonfélags Akraness um að keppendur íslandsmótsins í badminton fái einn frímiða í sund og inná safnasvæðið í Görðum.


Framkvæmdaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti hvað varðar aðgang að sundlauginni á Jaðarsbökkum og leggur til við bæjarráð að veittur verði 50 þúsund kr. styrkur vegna aðgangseyris þátttakenda á aldrinum 14-19 ára. Hvað varðar aðgang að safnasvæðinu er því málefni vísað til umfjöllunar Akranesstofu.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00