Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Byggðasafnið - geymslur
1004036
2.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa
911039
Lagt fram.
3.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010
1002242
Framkvæmdaráð samþykkir að senda greinargerð framkvæmdastjóra til umfjöllunar bæjarráðs til úrvinnslu við næstu endurskoðun fjárhagsáætlunar.
4.Hreinsun opinna svæða.
1004093
Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting að fjárhæð 1.1 milljón króna í umrætt verkefni. Framkvæmdaráð óskar eftir upplýsingum bæjarráðs um hvernig staðið skuli að hreinsunarverkefnum félagasamtaka á þessu ári.
5.Íþróttahúsið við Vesturgötu, breyttur opnunartími.
1004094
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu.
6.Götuljós.
1004013
Framkvædastjóra falið að koma málinu á framfæri við bæjarstjóra og fulltrúa Akraneskaupstaðar í stjórn OR. Sveinn tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
7.Dýrahald - breyting á samþykkt - 2010.
1004012
Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að nýjar samþykktir um dýrahald taki gildi frá og með 1. janúar 2011, enda nauðsynlegt að dýraeigendur hafi aðlögunartíma að nýjum reglum. Innheimt verði óbreytt eftirlitsgjöld á árinu 2010 og að Framkvæmdastofa vinni að gerð tillögu að nýjum gjaldskrám og hvernig staðið verði að eftirlitsmálum á grundvelli nýrra samþykkta.
8.Grundaskóli / Þak / Útboðsgögn
1001013
Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
Fundi slitið.
Framkvæmdastjóra falið að senda álit sitt til bæjarráðs.