Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Bíóhöllin - endurbætur
901158
2.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010
1002242
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir rekstrar- og framkvæmdastöðu Framkvæmdastjóra vegna tímabilsins. Framkvæmdaráð samþykkir að vísa gögnunum til umfjöllunar og úrvinnslu bæjarráðs og aðalskrifstofu.
3.Hundaeftirlit
1009048
Framkvæmdastjóri kynnti gögn varðandi málið frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands dags. 9.9.2010 og lögregluskýrslu vegna sama máls, en ekki verður annað séð af gögnum HEV en að viðkomandi aðili stundi hundaræktun sem ekki hefur verið fengið leyfi fyrir. Framkvæmdaráð óskar eftir því við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að gripið verði tafarlaust til viðeigandi aðgerða vegna meints brots á reglum um hundaræktun. Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.
4.Hundaleyfi - skrán.137
1009042
Í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið um viðkomandi hund, upplýsinga úr dagbókum lögreglu staðfestir Framkvædaráð afturköllun leyfis nr. 137, sem Jónas Páll Þorláksson er skráður fyrir.
5.Fjáreigendafélag - beitarafnot og smölun
1009038
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.
6.Grundaskóli - kennslueldhús.
1009076
Lagt fram.
7.Höfðasel - Akrafjallsvegur
1007019
Þrjú tilboð bárust í verkið frá eftirfarandi aðilum:
1. Skóflan hf. kr. 4.896.000.-
2. Vélaleiga Halldórs Sig. kr. 5.865.000.-
3. Þróttur ehf. kr. 4.189.000.-
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í verkið.
8.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur
1001061
Ákveðið að taka málið til umræðu á næsta fundi.
9.Starf dýraeftirlitsmanns
1009113
Tillagan er svohljóðandi:
,,Bæjarstjórn samþykkir á fundi sínum þann 14. september 2010 að ráða dýraeftirlitsmann í fullt starf frá og með næstu áramótum. Dýraeftirlitsmaður skal heyra undir Framkvæmdastofu, sem skal gera tillögu um starfslýsingu fyrir hann. Starfslýsingin skal vera sambærileg við þær starfslýsingar hjá þeim sveitarfélögum sem hafa dýraeftirlitsmann í fullu starfi."
Greinargerð:
á undanförnum árum hefur húsdýrum og villiköttum fjölgað verulega hér á Akranesi og er því nauðsynlegt fyrir bæði bæjarbúa og dýrin að gott eftirlit sé með dýrunum og þeim aðilum sem halda húsdýr, sérstaklega hvað varðar umgengni þeirra og meðferð á dýrunum. Tillaga okkar gerir ráð fyrir að dýraeftirlitsmaður sinni einnig eftirliti með hestum og kindum"
Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að undirbúa tillögu og greinargerð sem taki mið af samþykkt Framkvæmaráðs frá maí s.l. svo og framangreindri tillögu.
10.Grundaskóli - endurbætur á skólalóð
1008073
Lagt fram.
11.Íþróttamannvirki, uppbygging
1008038
Framkvæmdastofu falið að útbúa nánari kostnaðaráætlun yfir umrædd verk.
12.Trjárækt í hestabeitarhólfi
1009053
Framkvæmdaráð óskar eftir umsögn garðyrkjustjóra á erindinu.
13.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut
1008040
Framkvæmdaráð felur framkvæmdastofu að annast verkefnið.
Fundi slitið.
Fundurinn byrjaði á því að fundarmenn skoðuðu endurbætur sem nú eru að klárast á Bióhöllinni við Vesturgötu og gerði Kristján Gunnarsson umsjónarmaður fasteigna og Ragnar M. Ragnarsson, verkefnastjóri grein fyrir framkvæmdinni.
Framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdina og telur hana hafa heppnast einstaklega vel.