Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Framkvæmdastóri framkvæmdastofu kynnti drög að erindisbréfi fyrir dýraeftirlitsmann og drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.
2.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Framkvæmdaráð ítrekar beiðni sína um formlega umsögn um reglurnar.
3.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.
1010008
Viðræður við rekstrarstjóra íþróttamannvirkja Hörð Jóhannesson.
Rekstrarstjóri fór yfir málið og kynnti rekstrarsamninga sem hafa verið gerðir við félög á höfuðborgarsvæðinu. Rekstrarstjóri mun senda framkvæmdaráði frekari gögn.
4.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011
1009156
Framkvæmdaráð tekur undir tillögu framkvæmdastjóra um viðmiðunarfjárhæðir til viðhaldsmála og beinir því til bæjarráðs og bæjarstjórnar að þeim fjárhæðum verði viðkomið í fjárhagsáætlun ársins 2011. Framkvæmdaráð bendir sérstaklega á hagkvæmni þess að viðhalda mannvirkjum bæjarins í ljósi þess að það virðisaukaskattur er endurgreiddur af vinnu iðnaðarmanna auk þess sem það er jákvætt fyrir atvinnulíf í bænum.
5.Bíóhöllin - endurbætur
901158
Framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju sinni með vel heppnað og framkvæmt verk.
6.Íþróttahúsið Vesturgötu/Bjarnalaug
1009161
Lagt fram.
7.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA
1008087
Framkvæmdastofu falið að hrinda verkunum í framhald.
8.Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - búnaður.
908019
Framkvæmdaráð samþykkir að vísa málinu til bæjaráðs til umfjöllunar og leggur til að veitt verði fjárveiting til umræddra búnaðarkaupa í fjárhagsáætlun ársins 2011. Jafnframt telur framkvæmdaráð æskilegt að leitað verði álits fagaðila um staðsetningu og nauðsyn slíkra tækja í mannvirkjum bæjarins.
9.Leynislækjarflöt - skipulag svæðisins.
1010012
Samþykktin er í á grundvelli erindis frá íbúum við Leynisbraut og Víðigrund varðandi skipulag á opnu svæði milli Leynislækjar og Víðigrundar.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur einnig fjallað um málið og lýsir yfir ánægju sinni með þann áhuga sem íbúar við Leynisbraut og Víðigrund hafa fyrir nánasta umhverfi sínu eins og fram kemur í erindi þeirra og vilja til að stuðla að framgangi verkefnisins með sjálfboðaliðavinnu.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í gildandi deiliskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði ? leiksvæði þannig að ekki er þörf á að að gera breytingar á gildandi skipulagi svo unnt sé að hrinda hugmyndum íbúanna í framkvæmd.
Framkvæmdaráð samþykkir að fela Framkvæmdastofu að vinna að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir.
Fundi slitið.
Framkvæmdastjóri HEV gerði grein fyrir þeirri skoðun sinni að samþykktirnar um hunda-og kattahald stæðust ekki reglur. Framkvæmdaráð óskar eftir því að framkvæmdatjóri og bæjarstjóri skoði málið frekar. Erindisbréf og fjárhagáætlun lagt fram.